Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ekki reyna að gera allt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Höfundur / Þóra Sigfríð Einarsdóttir, sálfræðingur hjá Domus Mentis, Geðheilsustöð.

Það eru ekki nýjar fréttir að við höfum mörg allt of mikið að gera. Eða réttara sagt, við reynum og langar að gera allt of mikið. Við gerum óraunhæfar kröfur til okkar og hvað hægt er að gera á þessum 24 tímum sem sólarhringurinn er.

Oft er talsvert misræmi á milli þess sem við teljum okkur geta/þurfa að gera og þess sem er í raun og veru hægt að framkvæma. Þetta misræmi gerir okkur stressuð,  við erum sífellt að keppa við tímann, erum óánægð með okkur sjálf, fáum samviskubit og finnst við alltaf vera eftir á.Hver kannast ekki við listann yfir það sem okkur finnst við þurfa að gera?

Ekki bara einhvern tímann heldur Í DAG. Listinn er oft langur og ótrúlega metnaðarfullur. Við ætlum að standa okkur vel í vinnunni eða skólanum (sumir eru reyndar bæði í skóla og vinnu), klára þau verkefni sem liggja fyrir þar. Svo þarf auðvitað að fara í ræktina, sinna  fjölskyldunni og ekki má gleyma vinum. Þá standa eftir smáatriði eins og  heimilisverkin og taka frá tíma til að sofa.

Margir falla í þá gildru að ætla gera þetta allt, en sannleikurinn er sá að það getur enginn, alla vega ekki á hverjum degi. Dagurinn í dag er alveg tilvalinn til gera sér grein fyrir því!

En örvæntið ekki, það er til lausn á þessu og hún felst í því að velja eitthvað þrennt:

- Auglýsing -

Svefn
Vinna/skóli
Líkamsrækt
Fjölskylda
Vinir

Listinn þinn þarf ekki að líta svona út. Veltu fyrir þér hvað er virkilega mikilvægt fyrir þig Hvað gefur þér gleði? Hvað roar samviskubitið og gefur þér um leið meiri lífsgæði? Mundu bara að svefn á að vera á öllum listum.

Veldu eitthvað þrennt sem þú ætlar að gera í dag, leyfðu þér að njóta þess og ekki vera með samviskubit yfir því sem þú valdir ekki. Því það besta er að þegar þú vaknar á morgun máttu velja aftur, þú þarft ekki að velja það sama. Eitthvað þrennt sem þú ætlar að einbeita þér að þann daginn.

- Auglýsing -

Til að fá betri yfirsýn um hvernig þú notar tímann þinn,  getur verið gott að skrá niður hvað þú velur hvern dag. Þá er auðvelt að sjá hvort það sé jafnvægi á milli þeirra þátta sem eru þér mikilvægir eða hvort þú þurfir að endurskoða eitthvað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -