Þórdís Kolbrún tekur við verkefnum Sigríðar í dómsmálaráðuneytinu | Mannlíf

Þórdís Kolbrún tekur við verkefnum Sigríðar í dómsmálaráðuneytinu

Innlent

14 mars 2019

Ekki verður skipaður nýr ráðherra í dómsmálaráðuneytið í stað Sigríðar Andersen sem sagði af sér embætti í gær. Þess í stað mun Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, taka tímabundið við verkefnum hennar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tilkynnti þetta að loknum þingflokksfundi á Alþingi nú fyrir stundu.

Bjarni sagði að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða til að bregðast við þeirri stöðu sem kom upp í gær við afsögn Sigríðar. Framhaldið verði metið með þingflokknum á næstu vikum samhliða því að skipta þarf verkum upp á nýtt í þingflokknum.

Þórdís Kolbrún þekkir vil til mála í dómsmálaráðuneytinu, hún er lögfræðingur að mennt og var áður aðstoðarmaður Ólafar Nordal þegar hún var ráðherra.

Aðspurður sagðist Bjarni ekki sjá fyrir sér að Sigríður snúi aftur í ríkisstjórn á næstu vikum en það geti vel orðið síðar á kjörtímabilinu.

Kjarninn

fyrir 14 tímum

„Vel gert“

Lesa meira

Innlent

fyrir 16 tímum

Góðærið, in memoriam

Lesa meira
Kaupa áskrift
Kaupa áskrift

Tryggðu þér áskrift

Ef þú vilt tryggja þér glæsileg og vegleg tímarit, komdu í áskrift!

Kaupa áskrift

Lesa Mannlíf á netinu

Sími 515-5500

askrift@birtingur.is

auglysingar@birtingur.is

ritstjorn@birtingur.is

Velkomin. Mannlíf notar vafrakökur. Sjá nánar.