Miðvikudagur 27. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tvær mögulegar leiðir til að leysa úr flækjunni í Landsrétti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á miðvikudaginn að sérfræðingar á hennar vegum myndu fara yfir stöðuna sem uppi er í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstólsins. Mannlíf leitaði til Ómars Valdimarssonar, lögmanns, til að fara yfir þá kosti sem eru í boði:

„Í mínum huga eru valkostirnir tveir:. Annars vegar að stjórnvöld semji við þá 15 dómara sem eiga sæti í Landsrétti um að þeir segi af sér, gegn greiðslu skaðabóta. Dæmi um slíkar bætur gætu verið laun í x-langan tíma og að réttur til launa falli niður fái þeir aðra vinnu. Í kjölfar þess að allir dómararnir segja af sér, eru skipaðir dómarar til bráðabirgða (hugsanlega allir þeir sömu og sögðu af sér) á meðan nýtt umsóknarferli, með nýju hæfismati fer af stað. Þeir dómarar sem þegar hafa starfað við Landsrétt eru þar augljóslega með töluvert forskot á aðra umsækjendur. Þegar þessu er öllu saman lokið, þá skipar Alþingi hæfustu 15 umsækjendurna aftur og þeir taka sæti sem dómarar við réttinn. Allir þeir sem rekið hafa mál fyrir Landsrétti fá endurupptöku fyrir þeim dómstól, óski þeir svo, og kostnaðurinn við rekstur málanna er greiddur úr ríkissjóði.

Hins vegar væri hægt að fara þá leið að senda öll áfrýjuð mál beint til Hæstaréttar Íslands. Þeir sem hafa þegar fengið úrlausn í Landsrétti fá sjálfkrafa rétt til áfrýjunar til Hæstaréttar. Dómarar við Landsrétt fara í frí og bíða þess að niðurstaða komi frá yfirrétti MDE. Á meðan þeir bíða mætti skipa einhverja þeirra sem Hæstaréttardómara til bráðabirgða, til þess að draga úr álagi á Hæstarétt. Báðar þessar leiðir munu auðvitað kalla á lagabreytingar og líklega er fyrri valkosturinn hreinni leið, ef svo mætti að orði komast. Síðan er náttúrulega hægt að gera eitthvað allt annað og gefa okkur lögmönnum færi á því, að draga í efa allar niðurstöður Landsréttar til eilífðarnóns. Vonandi berum við gæfu til þess að komast hjá því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -