Netverjar eru margir hverjir frekar svekktir yfir veðrinu í dag og vilja senda veðurfræðinga landsins í námskeið í væntingastjórnun.
Veðurfræðingar spáðu bongóblíðu í dag, sumardaginn fyrsta, og samkvæmt textaspá Veðurstofunnar í gær mátti búast við allt að 17 stiga hita í dag og sól. En netverjar virðast eitthvað svekktir með veðrið ef marka má umræðuna á Twitter og vilja senda veðurfræðinga í væntingastjórnunarnámskeið.
Veðrið er aðalumræðuefnið á Twitter í dag, sumir eru vonsviknir á meðan aðrir halda í jákvæðnina.
Það er búið að breyta veðurspá sumardagsins fyrsta.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) April 25, 2019
Sumardagurinn fyrsti er fullkominn dagur til þess að eyða í sjónvarpsgláp og tölvuleikjaspil.
— Sindri (@sindriagusts) April 25, 2019
var að hringja upp á lögreglustöð og fréttastofu til að fá staðfest að engin mannföll hafa orðið vegna hitabylgjunnar. ENN.
— Berglind Festival (@ergblind) April 25, 2019
Væntingastjórnun Veðurstofunnar er verulega ábótavant
— Bragi F. Gunnarsson (@bragifreyr) April 24, 2019
Getum við þá treyst því að spár um vætusamt sumar rætast ekki heldur #sumardagurinneini #hvarersólin #væntingastjórnun pic.twitter.com/48evz7c2jN
— Kristinn Þór (@kiddi_s) April 25, 2019
Hvernig væri að senda veðurfræðinga landsins á námskeið í væntingastjórnun?
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) April 25, 2019
Þó að Ísland verði gróðurhús verður samt skítaveður.#væntingastjórnun
— Orri Tómasson (@orritomasson) April 25, 2019
Iðrist! Heimsendir er í nánd! Það sést til sólar á Sumardaginn fyrsta!
— Takiwātanga og stoltur hannyrðapönkari (@ritgerdur) April 25, 2019
Sagan segir að það sé mynd upp á vegg á Veðurstofu Íslands af manni sem einu sinni spáði rétt fyrir um veðrið 8 daga í röð árið 1967.
Hann sagði upp daginn eftir, vildi hætta á toppnum.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) April 25, 2019
Veðurfræðingar ljúga.
— 🆎 (@arnorb) April 25, 2019
Sama hvernig veðrið verður í dag mun ég hjóla út í ísbúð í kjól og gallajakka.
— Selspik (@selspik) April 25, 2019
Enginn hópur hefði meiri not fyrir gott námskeið í væntingastjórnun en starfsfólk @Vedurstofan.
— Magnús Sigurðsson (@Sigurdsson) April 25, 2019
Þessi skýjahula… ÉG SAGÐI YKKUR ÞAÐ KRAKKAR #sumardagurinnfyrsti
— Kristján Hrannar (@KristjanHrannar) April 25, 2019
VEÐRIÐ SEM OKKUR VAR LOFAÐ ER KOMIÐ! THIS IS NOT A DRILL! ALLIR ÚT!
— Sunna Ben (@SunnaBen) April 25, 2019
ÞAÐ ER GOTT VEÐUR NÚNA!!!
— Óskar Torfi (@oskartorfi) April 25, 2019
Það er eitt mildasta veður sem ég hef upplifað í dag! Draumur! #teamMiltVeður
— Birgir Þór Harðarson (@ofurbiggi) April 25, 2019
Sumir vilja meina að Sumarkveðja sé hið hefðbundna hátíðarlag sumardagsins fyrsta, þegar hið rétta er augljóslega að Steal my Sunshine með Len sé hið sanna sumarlag.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 25, 2019