Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Git Skoglund: Íslendingar klæddust hampfötum á miðöldum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vefnaðarleifar sem varðveittar eru á Þjóðminjasafni Íslands og hafa til þessa dags taldar vera úr hör reyndust vera úr hampi. Þykir þessi uppgötvun renna stoðum undir þá tilgátu að auk hör hafi hampur verið ræktaður hér á landi allt frá landnámi og fram á 19. öld. Þetta kemur fram í nýjum þætti HAMPKASTSINS, umræðuþætti Hampfélagsins, þar sem rætt er við sænsku fræðikonuna Git Skoglund sem gerði umrædda uppgötvun. Git hefur þrívegis komið til landsins vegna fræðistarfa sinna og í sumar tók hún jarðvegssýni sem rannsökuð verða í háskólanum í Helsinki í Finnlandi.

Git Skoglund er menntuð í þjóðfræði og textíl. Hún segir frá því í viðtalinu að snemma á tíunda áratug síðustu aldar hafi hún í textílnámi sínu kynnst hampi sem hafi vakið áhuga hennar. Það er svolítið skrítið með hampinn því þarna er þetta frábæra textílefni sem leynist í forboðinni plöntu,“ segir Git sem gaf út bók fyrir fáeinum árum sem nefnist Cannabis Textiles: In Hemp Garden Cultures. Í bókinni skrifar Git um áralangar rannsóknir sínar á hamprækt í Evrópu og Asíu en meðal þess sem hún hefur gert er að sækja heim þjóðminjasöfn hinna ýmsu landa og taka sýni úr vefnaðarleifum sem þar finnast. Og það gerði hún einnig á Þjóðminjasafni Íslands.

Git Skoglund.
Ljósmynd: Anna Danielsson
Git sótti um leyfi til að taka sýni úr vefnaðarleifum Þjóðminjasafnsins og segir hún að ósk hennar hafi verið vel tekið. Hún segist hafa fengið ákaflega góðar móttökur frá starfsfólki safnsins og nefnir Lilju Árnadóttur safnvörð sérstaklega sem hafi verið henni innan handar. Starfsfólkið hafi eins og hún skilið mikilvægi þess að gera umræddar rannsóknir því að niðurstöðurnar geti verið eins og nýtt púsl í sögu þjóðarinnar, púsl sem enginn vissi að vantaði. Nýverið fundum við þrjú dæmi um vefnað á Þjóðminjasafninu sem eru úr hampi. […] Þetta var vefnaður frá 17. öld. […] Sagan segir að allur vefnaður á Íslandi hafi verið fluttur inn en ég tel það ekki rétt. Ég held að konur hafi ræktað hamp í görðum sínum eins og þær gerðu víðast hvar annars staðar í Evrópu.“ Næsta skref í rannsókn Git er að taka sýni úr jarðvegi og sýni af trefjaþráðum sem rannsakað verður á næstu mánuðum og árum og reiknar hún ekki með niðurstöðum í bráð.

Nokkrar heimildir eru um hörrækt hér á landi til forna (eins og lesa má um í þessari grein á Vísindavefnum) og er talið að landnámsfólk hafi tekið þá ræktunarmenningu með sér til Íslands. Landnemar Íslands komu frá Noregi og það var mikil hamprækt í Noregi og hafði verið um alla tíð. Fyrstu vísbendingarnar um hamprækt þar eru frá einhverjum hundrað árum eftir krist. Þannig að það er eðlilegt að álykta að landnemarnir hafi tekið með sér fræ til Íslands og ræktað hamp hér á landi. Margir halda að ekkert sé hægt að rækta á Íslandi en mþað er auðvitað hægt að rækta hamp hér á landi. Þetta var ekki iðnaðarræktun á stórum ökrum heldur voru plönturnar ræktaðar í litlum görðum, segir Git og bætir við að það vanti mikið magn upplýsinga um þessa þætti í söguna. Það voru ekki konurnar sem bjuggu til fötin sem skrifuðu söguna. Það voru karlmenn og þeir skrifuðu um eitthvað allt annað.

 

Vitundarvakningu þarf um hraðtísku

- Auglýsing -

 

Git segir að þrátt fyrir að auðvelt sé að rækta hamp þá verði vefnaður úr hampi aldrei ódýr vara. Bæði þurfi að stóla á góða uppskeru og eins sé mikil vinna sem þurfi að gera án vélarafls. Hún segir að framtíð hamps í vefnaði liggi í að blanda honum saman við önnur efni, til dæmis ull, og eins að það verði vitundarvakning þegar kemur að hinni svokölluðu hraðtísku sem felur í sér að föt eru framleidd af miklum hraða og í miklu magni en ekki til þess að endast sérstaklega lengi. Hampur er frábært efni í vefnaði og föt úr hampi endast lengi. Þannig föt eiga að kosta meira. Það er bara eitthvað sem við verðum að skilja og það er eitt af mínum markmiðum með rannsóknum mínum að hækka virði hampsins. Þetta er mjög verðmæt planta sem nota má á margvíslegan hátt. Fólk þarf þá að vera tilbúið að borga fyrir textíl sem unnin er úr henni, segir Git og varar fólk við vörusvikum. Það er búið að hæpa hampinn á síðustu árum og í mörgum tilvikum þegar seld eru hampföt þá eru þau í rauninni úr hör. Ég var á ferðalagi um Asíu í vetur og fór þá í búð sem seldi klæðnað úr hampi. Ég spurði hvort ég mætti taka sýni úr vörum þeirra og þá reyndust það ekki einu sinni lífrænar trefjar heldur gerviefni. Þetta er mjög sorgleg þróun og því miður er mikið um svik þegar kemur að hampinum.

 

- Auglýsing -

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Git Skoglund. Mickael Omar Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel um fréttaskrif.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -