Í fimmta og seinasta þætti af hlaðvarpsþáttaröðinni Mamma segir Kolbeinn Þorsteinsson frá lokaárum Ástu Sigurðardóttur, móður sinnar, og sorglegu fráfalli hennar. Ræðir Kolbeinn um heimsókn sem aldrei varð og jarðarför Ástu.
„Mamma lést 21. desember, 1971, sem sagt rétt fyrir jól. Þegar þar var komið sögu leitaði hún gjarna huggunar, eða einhvers, með því að drekka frostlög. Til var tvenns konar frostlögur, og án þess að fara út í innihaldslýsingar á hvorri fyrir sig þá var önnur tegundin til þess að gera skaðlaus, þannig séð, en hin svo sannarlega ekki.
Í þetta síðasta skipti hafði mamma keypt þessa eitruðu, hin var ekki til. Eitraði frostlögurinn dró hana til dauða,“ segir Kolbeinn meðal annars í þættinum.
Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér.