Föstudagur 25. október, 2024
5.2 C
Reykjavik

Robert C. Clark í viðtali við Hampfélagið: „Íslendingar þurfa eigið afbrigði af kannabis“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í sannleika sagt þá er þetta ekki réttur staður á jarðkringlunni. Þið eruð of nálægt pólnum, segir bandaríski rithöfundurinn og fræðimaðurinn Robert C. Clark í nýjasta þætti HAMPKASTSINS, umræðuþætti Hampfélagsins, um ræktun kannabisplöntunnar á Íslandi. Robert hefur rannsakað kannabis frá því snemma á áttunda áratug síðustu aldar og fylgt eftir gríðarlegum breytingum á landslaginu þegar kemur að kannabis í Bandaríkjunum en einnig í Evrópu þar sem hann var búsettur lengi í Amsterdam.

Robert C. Clark: „Íslendingar þurfa eigið afbrigði af kannabis“

Robert er borin og barnfæddur í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og útskrifaðist frá Háskólanum í Santa Cruz í sama ríki. Áhugi hans á kannabisplöntunni kviknaði í háskólanáminu og leiddi hann út í fræðistörf sem enn sér ekki fyrir endann á. Eftir námið flutti hann til Amsterdam þar sem hann fór til starfa hjá Hortopharm B.V. en það er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki og það fyrsta sem fékk leyfi frá hollenskum stjórnvöldum til rannsókna á kannabis. Hann segist enn sífellt fá meiri og breiðari áhuga á plöntunni og nú síðast á sambandi kannabisplöntunnar og mannsins í gegnum aldirnar. Þetta er planta sem ég sá að var mikilvæg og því meira sem ég rannsaka hana því meira sé ég hversu mikilvæg hún er. […] Það er ekki til önnur planta til í heiminum sem hefur haft jafn mikil áhrif á mannkynið.

Robert hefur einnig skrifað bækur um kannabis sem hafa haft mikil áhrif þegar kemur að fræðslu til almennings. Meðal bóka Roberts eru Marijuana Botany. An Advanced Study: The Propagation and Breeding of Distinctive Cannabis, Hashish!Hemp Diseases and Pests og Cannabis: Evolution and Ethobotany.

Þarf lengra ræktunartímabil á Íslandi

Á ferðalagi sínu um Ísland hefur Robert heimsótt akra þar sem ræktaður er iðnaðarhampur. Kalt sumar framan af hefur haft mikið að segja um ræktunina á sunnan- og vestanverðu landinu og Robert var ekki vongóður um framtíð íslenskra ræktenda. Það er hægt að rækta háar plöntur en þar með er ekki öll sagan sögð. Það þarf að þurrka þær, verka þær, ná trefjunum og ég held að það þurfi lengra ræktunartímabil. Ég er ekki sannfærður um að ræktun gangi hér á landi þrátt fyrir yrki á borð við Finola og önnur sem vaxa mjög hratt.

Hann segir að það séu að sjálfsögðu tækifæri hér á landi en þau virðist þá bundin við góð ár veðurfarslega séð. Aðspurður um yrki sem hentugast væri að rækta á norðlægum svæðum sagði Robert aðeins eitt koma til greina: Það sem þið Íslendingar þurfið að gera er að rækta upp ykkar eigið afbrigði. Það er svarið. […] Það getið þið gert með því að rækta áfram út frá þeim plöntum sem vaxa og dafna vel. […] Það getur verið ein af hundrað eða ein af þúsund og krefst þrautseigju og einbeitingar.

- Auglýsing -

Afglæpavæðing besta skrefið

Robert fer í viðtalinu einnig yfir stöðuna í Bandaríkjunum en verulega breytingar hafa orðið vestanhafs á viðhorfi til kannabisefna á undanförnum árum og áratugum eða frá því að opinberlega var lýst yfir stríði gegn vímuefnum og efnt til sérstakrar herferðar gegn kannabisefnum. Nú er svo komið að kannabisefni eru ólögleg að fullu í eingöngu tíu ríkjum. Þau eru lögleg í 23 ríkjum, lögleg í læknisfræðilegum tilgangi í fimmtán til viðbótar og afglæpavædd í tveimur. Aðspurður um áhrif á samfélagið segir Robert: Breytingarnar snúa helst að því að taka glæpinn út úr jöfnunni. Ég veit að það hljómar heimskulega því það er verið að leyfa notkunina en fólk getur núna nálgast plöntuna án þess að hafa áhyggjur af almenningsálitinu, af lögbrotum, af því að missa forsjá yfir börnum sínum, missa vinnuna eða fara í fangelsi. Þá fyrst nær þetta sama fólk að skilja plöntuna. […] Það opnar sömu landamæri og við rannsóknir og gerir okkur öll jafn sett.

Hann segir að langt sé í það að notkun á kannabisefnum verði afglæpavædd á heimsvísu þrátt fyrir að það muni gerast á endanum. Enn séu lönd að herða á lögum og reglum þegar kemur að kannabis og þrátt fyrir að mikið sé talað fyrir afglæpavæðingu í Evrópu þá gerist hlutirnir afskaplega hægt. Hann tekur sem dæmi Þýskaland þar sem afglæpavæðing er á umræðustigi hjá stjórnvöldum. Fyrsta sem þar á að gera er að afglæpavæða kannabisefni og það er besta skrefið, segir Robert og bætir við að þrátt fyrir að enn eigi eftir að útfæra regluverk eigi að stefna að því að minnka gróðavonina og þar með sleppa markaðnum lausum. Stjórnvöld vilji halda um taumana, settir verði upp klúbbar þar sem meðlimir greiði mánaðargjald en ekki verði greitt fyrir kannabisefni með peningum. En hann tekur fram að enn sé ekkert fast í hendi.

- Auglýsing -

Sprengja í rannsóknum á kannabis

Robert segir að enn sé of lítil almenn þekking um kannabisplöntuna og gagnsemi hennar. Rannsóknir fyrri ára hafi allar verið því marki brenndar að niðurstaðan var gefin fyrir fram, þ.e. að kannabis sé neikvætt á allan hátt. Þegar ekki hafi tekist að fá fram það svar hafi fjármagn ekki lengur fengist til rannsókna. Fólk í dag talar um CBD en allar rannsóknir sem gerðar voru þar til fyrir nokkrum árum sneru að THC. […] Það voru fleiri rannsóknir gerðar á kannabis á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en öllu árinu í fyrra, segir Robert og tekur þá ekki inn í töluna rannsóknir í læknisfræðilegum tilgangi því þær séu of margar og það sé ekki hans sérsvið. Bandarískir háskólar hræðast ekki lengur að leyfa nemendum sínum að rannsaka það sem þeir hafa áhuga á og áhuginn á rannsóknum á kannabis hefur aukist stórkostlega enda er plantan sífellt í fréttum og er orðin stór hluti af lífi okkar.

Spurður um það hvar lyfjafyrirtækin voldugu standi þegar kemur að kannabis segist Robert telja að þeim sé nokk sama um plöntuna og afurðir hennar. Hann segir þau kannski líta á kannabis sem ógnun og hafa áhyggjur af því að fólk lækni sig sjálft en í raun hafi lyfjafyrirtækin ekki áhuga á kannabis. Lyfjafyrirtækin hafi áhuga á einkaleyfum og þau vilja geta stýrt neyslunni og framleiðslunni. Þau vilji alla kökuna. En það geti þau ekki þegar kemur að kannabis. Þau fái ekki einkaleyfi á plöntuna. Í raun eru það ekki lyfjafyrirtækin sem eru hrædd heldur áfengisframleiðendur. […] Fólk drekkur minni bjór ef það notar kannabisefni. Ég veit ekki hvort það sé til bein tölfræði um það en það er þetta sem áfengisiðnaðurinn hræðist.

Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan, Gunnar Dan Wiium, stjórnarmaður í Hampfélaginu, tók viðtalið við Robert, Mickael Omar Lakhlifi sá um tæknimál og Andri Karel sá um fréttaskrif.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -