Fyrst fjalla þeir Jón Sigurður og Rucio um helsta vandamál heimsins sem að þeirra viti er tilkomið af persónum af vissri sort. Og þá er stutt í spurninguna: hvað á að gera við slíkt fólk? Er hægt að breyta því eða er eina leiðin að reyna að losna við það?
Síðan verður fjallað um spænska tenórinn Miguel Burro Fleta en hann var ötull stuðningsmaður Falangista, með Franco í broddi fylkingar, og var eftir það oft kallaður Falangista tenórinn. Ævi hans var nokkuð skrautleg en hann fór úr hæðstu hæðum heimsfrægðarinnar og niður í að verða meðalmennsku sögnvari, rétt tækur á bæjarskemmtun. Þá er við hæfi að minnast sögunnar um Dedalos og Íkaros úr grísku goðafræðinni sem útskýra kannski það sem kom fyrir blessaðan óperusögnvaran sem endaði svo illa.