Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Rúntað á Rucio – 24. þáttur: Chopin og kjarnakonan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar píanósnillingurinn Frederic Chopin var í gleðskap hjá vini sínum og kollega, Franz Liszt, kynntist hann heldur betur óvenjulegri konu. Honum leist ekkert á hana í fyrstu enda stuðaði hún marga með framgöngu sinni og klæðaburði sem mörgum þótti ekki konum sæmandi. Þetta var rithöfundurinn Georg Sand. En fyrr en varði tókust með þeim miklar ástir og varði ástarsamband þeirra í nær áratug. Auðvitað voru þau mikið milli tannanna á fólki því George Sand var fráskilin, átti tvö börn, gekk í jakkafötum og reykti á almannafæri sem var hin mesta sneypa fyrir kvenfólk í augum góðborgara á 19. öld.

Í þessum þætti fylgjum við þessu heitasta kærustupari síns tíma í vetrarferð til Majorka en meiningin var að flyja kuldan og kjaftaganginn í París. En í eynni gekk á ýmsu; veðráttan var ekkert sérlega hlý fyrir berklaveikt tónskáldið og skáldkonan lét þröngsýna og óskilvirka eyjaskeggja heyra það í bók sem um ritaðu um þessa misheppnuðu vetrardvöl þeirra. Svo heyrum við af verkum beggja og einnig af því hvernig þetta umtalaða og stormasama samband þeirra rofnaði fyrir rest.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -