Rúntað á Rucio – 26. þáttur: Matthías Jóhannessen

top augl

Hingað til hafa þeir félagar haft uppá dásemdum utanúr heimi og sent þær heim en í þessum síðasta rúnti þeirra Jóns Sigurðar og Rucios verður horft heim til Íslands og haft uppá dásemdunum þaðan. Farið er yfir það hvernig sá fyrrnefndi fékk dálæti á skáldskap Matthíasar Jóhannessen en einsog allir vita er skáldskapur ekkert léttmeti sem lesandinn getur melt og meðtekið á augabragði. Aðdragandinn er langur og það koma margir við þá sögu enda liggur leiðin um sögufræga staði Grikklands með Sigurði A. Magnússyni, sem þekkti það land betur en nokkur Íslendingur, og Þorsteini Gylfasyni, prófessor sem manna best kunni skil á forngrískum bókmenntum, blessuð sé minning þeirra beggja, og kvikmyndagerðamönnunum Halldóri Frirðriki Þorsteinssyni og Sæmundi Norðfjörð. Eins verður komið við á ritstjórn Fréttablaðsins þar sem Jón Sigurður rakst óvænt á skáldskap Matthíasar og komst í framhaldið í samband við Gunnar Eyjólfsson heitinn sem las þennan skáldskap betur en nokkur annarr og tókst á loft um leið og rætt var um skáldið. Það var síðan eftir heimsókn Ástráðar Eysteinssonar, prófessor í almennum bókmenntum, sem Jón Sigurður tók upp gítarinn og samdi lag við eitt ljóða skáldsins sem heyra má í lok þáttar. Þetta er margslungin saga og sannar, svo ekki verður um villst, að skáldskapur er andstæða skyndibitans.

Það er farið að vora suður á Spáni og páskahátíðin í nánd svo Jón Sigurður verður nú að hleypa asnanum Rucio í skrúðgöngur og brúðkaup en eins þarf hann að komast í heyskap svo að rúnturinn leggst nú af en hver veit hvað gerist þegar sól lækkar á lofti á ný.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni