Rúntað á Rucio – 8. þáttur: Af hverju vilja Spánverjar fara sem fyrst á eftirlaun?

top augl

Í þessum þætti spyrja þeir Jón Sigurður og Rucio hví Spánverjar keppast við að komast sem fyrst á eftirlaun meðan Íslendingar vilja vinna sem lengst. Þetta mál verður skoðað útfrá þjóni einum sem hugsar Jóni Sigurði oft þeygjandi þörfina.

Svo verður fjallað um spænsku tónlistarkonuna og tónskáldið Rozalén en textar hennar eru margir hverjir innblásnir af sögum þeim sem amma hennar sagði henni, og munu þeir láta eina slíka sögu flakka. Rozalén samdi meðal annarra lagið Girasoles, eða Sólblóm, en það var spilað útum allan Spán dagana eftir skelfilegt morð, þegar ungur drengur að nafni Gabríel var myrtur. Hann hafði verið mikill aðdáandi. Fjallað verðu um þann skelfilega glæp en morðinginn kom þaðan sem síst skyldi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni