Joseph, Joe Ball, fæddist 7. Janúar árið 1896. Hann var Bandarískur raðmorðingi og gekk undir mörgum nöfnum. Hann var kallaður Krókódílamaðurinn, Slátrarinn frá Elmendorf og Bláskeggur Suður-Texas.
Eftir að hafa sinnt skyldu sinni á vígvöllum fyrri heimstyrjaldarinnar gerðist hann bruggari og sá þeim sem efni höfðu á fyrir ólöglegu áfengi. Þegar bannárin runnu sitt skeið upp úr 1930 opnaði hann krá í Elmendorf í Texas. Kráin hét því aðlaðandi nafni Sociable Inn, sem gæti útlagst sem Krá hinna Félagslyndu.
Helsta aðdráttarafl krárinnar var tjörn sem hann hafði búið til en þar hélt hann fimm krókódíla.
Við heyrum nú söguna af Krókódílamanninum.