Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

7 áhugaverðar staðreyndir um Andy Warhol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Andy Warhol er álitinn vera brautryðjandi popplistar og er einn af þekktustu listamönnum 20. aldar.

1 Foreldrar Andy Warhols voru innflytjendur frá Slóvakíu en hann var yngstur þriggja bræðra.

2 Hann breytti nafni sínu eins og svo margir listamenn, þó einungis um einn staf. Hann tók a-ið aftan af ættarnafninu og hét því Warhol í stað Warhola.

3 Andy Warhol var frá Pittsburgh í Pennsylvaníu en hann hafði ekki hátt um þá staðreynd. Safn tileinkað honum og hans minningu var reist í borginni og opnað þann 13. maí 1994. Warhol-safnið er stærsta listasafn í heimi sem tileinkað er einum listamanni en þar eru 17 salir á sjö hæðum ásamt yfir 900 málverkum, og fjöldanum öllum af myndum, teikningum og málverkum.

4 Listamaðurinn hafði dálæti á skærum frumlitum sem hann notaði mikið í listaverk sín. Uppáhaldslitir hans voru rauður, gulur og blár en hann notaði þá oft saman.

5 Andy Warhol tók upp nánast allar samræður sem hann átti við fólk og stundum kallaði hann upptökutækið eiginkonu sína en Andy var samkynhneigður.

6 Árið 1968 var Andy Warhol skotinn í líkamann af öfgafullri konu en hann hafði hafnað handriti sem hún hafði skrifað. Hann lifði árásina af en þurfti að fara í margar aðgerðir og varð að ganga í lífstykki alla ævi.

- Auglýsing -

7 Andy dó ungur, eða 58 ára að aldri, en hann fór í hjartastopp þegar hann var í aðgerð. Læknirinn sem skar hann upp, Björn Þorbjarnarson, var yfirlæknir á New York Hospital á þessum tíma. Þess má geta að hann er móðurafi Andra Snæs Magnasonar rithöfundar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -