Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Affallsvatn frá sumarhúsinu nýtt til þess að kynda gróðurhúsið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margar sniðugar hönnunarlausnir er að finna við glæsilegt sumarhús í Borgarfirði.

Í Borgarfirði eiga hjónin María og Magnús fallegt sumarhús staðsett ofarlega í hlíð með mikilfenglegu útsýni. María er lærður listfræðingur og listmálari ásamt því að vera lærður blómaskreytir og Magnús er rafmagnsverkfræðingur að mennt en hefur gegnt stjórnunarstöðum í upplýsingageiranum síðustu áratugi.

Sumarhús þeirra er afar glæsilegt og sömuleiðis lóðin sem húsið stendur á. Á lóðinni hafa hjónin skapað ýmis skemmtileg afdrep en nefnast þau öll nöfnum sem tengjast goðafræði.

Margar sniðugar hönnunarlausnir er að finna við sumarhúsið en má þar sérstaklega nefna þá lausn sem er til þess fallin að minnka vistsporið en affallsvatn frá húsinu er nýtt til þess að kynda gróðurhúsið. Vatnið rennur þá inn í gamla pottofna í húsinu sem gera þeim kleift að nýta gróðurhúsið allan ársins hring án þess að það hrími. María segir að það sé töfrum líkast að sitja þar inni á veturna í myrkrinu við kertaljós og horfa á norðurljósin.

Nálægðin við villta náttúruna gefur fjölskyldunni mikið. Mynd / Hallur Karlsson

Hvað lóðina sjálfa varðar segir María að þau hafi tekið þá ákvörðun strax í upphafi að leyfa lóðinni að vera í sinni náttúrulegu mynd og þar með algerlega sjálfbær þar sem þau vilja ekki eyða öllum frístundum í garðvinnu. Þau hafi því lítið plantað af trjám og eru sumarblómin í formi fallegra steina sem María tíndi við jökulána í næsta nágrenni.

 Lestu viðtalið við Maríu og sjáðu fleiri myndir í 7. tölublaði Húsa og híbýla.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -