Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmargir listamenn sækjast eftir því að ná fram ímynd raunsæis í verkum sínum. Til að ná árangri tileinka þeir sér handbragð sem krefst bæði þjálfunar og tækni auk þess sem þeir gefa ýmsum smáatriðum gaum. Þegar vel tekst til vekja verk þeirra undrun og ánægju áhorfenda sem trúa vart sínum eigin augum. En er allt sem sýnist í málverkum og öðrum verkum sem unnin eru í raunsæislegum anda?

View this post on Instagram

#listaverkvikunar er Sólmóða við mýrina frá 1993 eftir Hring Jóhannesson (1932-1996) sem lést á þessum degi, 17. júlí. Á sýningunni Allt sem sýnist á Kjarvalsstöðum eru verk til sýnis eftir Hring og sextán aðra listamenn sem öll eru unnin í raunsæislegum anda. #artworkoftheday is Sun Haze by the Moor from 1993 by Hringur Jóhannesson (1932-1996), who died on this day, 17 July. Artwork by Hringur and sixteen other artists, which all are created in a realistic style, are now on view at the exhibition What it Seems at Kjarvalsstaðir. #listasafnreykjavikur #reykjavikartmuseum #reykjavík #visitreykjavík #icelandicart #icelandicartist #borginokkar #sumarborgin

A post shared by LISTASAFN REYKJAVÍKUR (@reykjavikartmuseum) on

 

Þegar horft er yfir hálfrar aldar sögu íslenskra raunsæismálverka kemur í ljós að listamenn færa sér þessi stílbrigði í nyt á afar ólíkum forsendum. Allt frá því að popplistin kom fram á sjónarsviðið á sjöunda áratugnum til hinnar stafrænu byltingar samtímans má rekja ótal þræði með viðkomu í natúralisma, ljósmyndaraunsæi, ofurraunsæi, töfraraunsæi og víðar. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga; náttúran, manneskjan og nærumhverfi hennar, kyrralíf og frásagnir, miðlun myndmáls og eðli sjónsviðsins. Þar skarast gamalkunn mörk há- og lágmenningar, handverks og inntaks, listar og listlíkis. Raunveruleikinn tekur á sig ýmsar myndir þegar hann er dreginn upp á striga. Sýningin stendur yfir frá 25. júní – 4. október 2020 á Kjarvalsstöðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -