Þriðjudagur 29. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Birgitta Líf Björnsdóttir eignast sína fyrstu íbúð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í skuggahverfinu í 101 Reykjavík býr Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélgsmiðlari og stöðvarstjóri hjá World Class, í Hafnarfirði. Birgitta er nýflutt að heiman og er þetta hennar fyrsta íbúð. Hún hefur fágaðan smekk og heimilið ber þess merki að þarna býr ung kona með einstaklega gott auga fyrir hönnun.

Hvað var það við þessa íbúð sem heillaði þig? Vinkona mín flutti í Skuggahverfið fyrir nokkrum árum og ég fann hvað mér leið alltaf vel þegar ég heimsótti hana. Ég hafði aldrei hugsað neitt sérstaklega um að búa í miðbænum en eftir að ég kynntist þessari staðsetningu og húsnæði varð ég alveg heilluð. Svo var það sjávarútsýnið sem heillaði mig algjörlega upp úr skónum. Staðsetningin er líka frábær, ég er svo nálægt öllu. Miðbærinn heillar mig mjög en á sama tíma er stutt og auðvelt að komast allt því héðan er stutt í Sæbrautina.

Hvernig hönnun heillast þú af? Fallegri, stílhreinni og kósí hönnun. Ég komst að því þegar ég keypti íbúðina og fór að pæla í húsgögnum og öðru fyrir heimilið að ég er minna fyrir skandinavíska hönnun og heillast meira að dökkum, grófum og kósí hlutum þó svo að hitt leynist líka með inn á milli.

Hvar kaupir þú helst hluti fyrir heimilið? Ég held að ég hafi keypt um 80% af húsgögnunum í Heimili og hugmyndum sem er mín uppáhaldshúsgagnaverslun. Ég á erfitt með mig þar inni og langar í allt en stíllinn hjá þeim er nákvæmlega sá sami og ég heillast mikið af. Eldhúsvörur, diskastell, handklæði og fleira í þeim dúr keypti ég svo að mestu í Bast í Kringlunni.

- Auglýsing -

Hvað finnst þér skipta mestu máli varðandi heimilið? Þetta spilar allt saman en litasamsetning skiptir mig, held ég, mestu máli. Ég vil ekki hafa neitt hvítt en á sama tíma ekki of litríkt og verður þetta allt að tóna fallega saman. Ef það gerir það skiptir uppröðunin ekkert allt of miklu máli en falleg lýsing setur svo punktinn yfir i-ið.

Áttu uppáhaldslistamann? Ég pantaði mér málverk hjá Tiago Forte eftir að hafa séð verk eftir hann á Instagram sem vildi svo skemmtilega til að var hjá nágranna mínum hér í næstu byggingu. Ég fór að skoða það og fékk það síðan lánað til að máta það en það heillar mig hvað verkin hans eru öðruvísi og mér fannst það passa vel inn í minn stíl. Síðan er ég virkilega hrifin af unga listamanninum Sigurði Sævari og langar næst í verk eftir hann.

- Auglýsing -

Lumar þú á einföldum eða ódýrum lausnum sem hafa reynst þér vel? Meira er minna. Maður þarf ekki að eiga allt eða kaupa allt strax.

Umsjón / Þórunn Högna

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -