Í tilefni afmælis Hans J. Wegner hefur danski húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn sett á markað sérstaka afmælisútgáfu af Wishbone-stólnum til þess að heiðra minningu hans. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í þennan glæsilega stól.
Stóllinn var eitt þekktasta húsgagn Wegners, en hann var upphaflega hannaður árið 1949 fyrir Carl Hansen & Søn. Fyrirtækið fékk hönnuðinn Ilse Crawford til liðs við sig til þess að hanna nýja útgáfu af áður þekktum stól sem aðeins verður fáanlegur í takmarkaðan tíma.


Niðurstaðan var djarfur dökkblár litur en stólinn er framleiddur úr FSC-vottuðum viði sem er lakkaður með vatnsleysanlegu lakki sem gefur háglansandi áferð. Setan er vafin á hefðbundin hátt. Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í þessa glæsilegu afmælisgútgáfu en aðeins er hægt að panta hana hjá söluaðilum fram að mánaðarmótum. Epal er söluaðili Carl Hansen & Søn á Íslandi.

