Sunnudagur 5. janúar, 2025
-11.2 C
Reykjavik

Danska fyrirtækið RO – handverk og gæðahönnun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ritstjórn Húsa og híbýla fékk gott boð frá Epal í vikunni um að hitta Christian Thulstrup Lauesen einn stofnanda danska vörumerkisins Ro sem staddur var hér á landi. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 og hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan.

 

Hugmyndafræði Ro gengur fyrst á fremst út á það að staldra við og njóta augnabliksins, líkt og nafnið gefur til kynna. Áherslan er á gæði og handverk og eru vörur fyrirtækisins einfaldar í formi og lögun og falla vel að umhverfi sínu.

Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend

Umhverfissjónarmið koma skýrt fram í hugmyndafræði Ro og stendur fyrirtækið fyrir heiðarlegri framleiðslu frá upphafi til enda. Lagt er upp með að efniviðurinn sem hönnuðir notast við standist tímans tönn og að vörurnar hafi margskonar notagildi. Jafnframt á að vera auðvelt að endurvinna það hráefni sem notast er við.

Gríðarleg vinna er lögð í efnisvalið, rannsóknir gerðar og ýmsar prófanir svo vörurnar standist strangar gæðakröfur fyrirtækisins. Fagurfræði og notagildi tvinnast saman á skemmtilegan hátt og má segja að vörurnar séu í senn listmunir og nytjahlutir.

Línan samanstendur af glervösum, kertastjökum og -luktum, viðarbrettum, ofnheldum leirskálum og öðrum borðbúnaði.

Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend
Mynd / Aðsend

Epal er söluaðili Ro á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -