Eign vikunnar er Heiðarbæ 17 í Reykjavík. Húsið er sérstaklega vel staðsett í enda götu alveg niðri við Elliðaárnar. Húsið er allt endurnýjað til fyrirmyndar, nútímatæki, miklir gluggar og nálægðin við Elliðaárnar og Elliðaárdalinn er alveg einstök. Húsið stendur á sérstaklega skjólstæðum stað og hverfið mjög rólegt. Einstakt hús við náttúruperlu Reykjavíkur sem heillar. Staðsetningin býður upp á fjölbreytta hreyfingu úti við og fjölmargar gönguleiðir eru í nánd, meðal annars að Árbæjarsafninu svo fátt sé nefnt.
Húsið er samtals 279,5 fermetrar að stærð á einni hæð auk 15 fermetra lagnakjallara. Nánast allt hefur verið endurnýjað, allar lagnir, þak, innréttingar, gólfefni, verönd, garðurinn og bílskúr og útkoman er til fyrirmyndar. Húsið prýða miklir og gólfsíðir gluggar og einkar fagurt útsýni er yfir Elliðaárnar og dalinn, sem er himneskt að njóta. Húsið er með fallegum og vönduðum hvítum innréttingum og rýmið er bjart og stílhreint. Umhverfið við húsið er einstakt og húsið stendur þannig að það er sérstaklega skjólsælt og hverfið afar rólegt. Stutt er í alla þjónustu, skóla, íþróttaaðstöðu og vinsælt útivistarsvæði með göngu- og hjólastígum sem tengja allt höfuðborgarsvæðið. Einstakt hús við náttúruperlu Reykjavíkur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Útsýnið með því fegursta
Á fyrstu hæð þegar gengið er inn að finna gestasnyrtingu, herbergi og þvottahús. Einnig er eldhúsið á fyrstu hæð í opnu alrými sem er aðalrými hússins, þar eru stórir, gólfsíðir gluggar sem eru opnalegir með stórum rennihurðum sem dásemd er að opna út á verönd á góðvirðisdögum. Það gefur húsinu skemmtilega nýtingu að hafa þessa viðbót. Þar er himneskt útsýni út frá veröndinni og náttúrufegurðin skartar sínu fegursta. Í þessu opna alrými er einnig rúmgóð stofa og borðstofa, þar er aukin lofthæð og gluggarnir til suðurs þar sem útsýnið er fagurt. Einnig er í stofunni fallegur arinn sem settur svip sinn á rýmið.
Nýjustu tækin frá Vola prýða baðherbergin
Í húsinu eru þrjú baðherbergi, hvert öðru smekklegra og öll eru þau flísalögð í hólf og gólf. Öll baðherbergin er búin nýjustu tækjum frá Vola. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, tvö rúmgóð barnaherbergi með fataskápum og hjónasvíta með sérbaðherbergi og svo er andyrisherbergi, sem nýtist einkar vel.
Himneskur garður
Garðurinn er sérstaklega skjólsæll og sólríkur og draumur allra er að eiga garð eins og þennan. Garðurinn er með gróðri, skjólsæll og sólríkur og þar er veröndin mjög stór, flísalögð og ráð er gert fyrir heitum potti og útisturtu sem er mikill kostur. Húsinu fylgir einnig rúmgóður bílskúr með rafdrifinni hurð og sem á við. Eign sem vert er að skoða og sjón er svo sannarlega sögu ríkari.
Eign vikunnar er til sölu á hjá BORG Fasteignasölunni.