Sunnudagur 15. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Einstakt hús eftir Gunnar Hansson arkitekt í nýjasta Hús og híbýli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á friðsælli sjávarlóð á Álftanesi stendur fallegt hús sem teiknað var af Gunnari Hanssyni arkitekt. Núverandi eigendur féllu fyrir byggingarstílnum og þeirri hugsun sem lögð var í smáatriðin. Einnig þótti þeim sérstakt að finna fallega hannað hús með miklu náttúruútsýni innan borgarmarka. Gróðurhúsið hafði líka sitt að segja, enda eru eigendurnir mikið áhugafólk um garðyrkju.

Húsið er hannað í anda módernisma eftirstríðsáranna, eins og flest verk arkitektsins, Gunnars Hanssonar. Á útveggjum fær borðamynstur steypumótanna að njóta sín í ópússaðri steypunni og lóðréttir listar hafa verið felldir í steypumótin sem gefur húsinu létt og fágað yfirbragð. Lóðrétta mynstrið er endurtekið í háum ílöngum gluggum og röðum af svartmáluðum gluggapóstum sem má sjá víða um húsið.

Suðræn stemning í gróðurhúsinu allan ársins hring

Stórt gróðurhús með mikilli lofthæð var síðar byggt við húsið af fyrri eigendum. Þar má meðal annars finna eplatré, klifurjurtir og aðrar plöntur sem ræktaðar hafa verið af alúð síðustu áratugi. Þessu áhugamáli sinna núverandi eigendur áfram og nostra við af áhuga, enda er gróðurhúsið í miklu eftirlæti hjá fjölskyldunni. Þar njóta fjölskyldumeðlimir þess að hlusta á tónlist og dást að sjávarútsýninu, umvafnir undursamlegum ilmandi gróðri. Í skálanum skapast suðræn stemning allan ársins hring. Í framtíðinni mun þó einn dagur á ári breyta þessari upplifun, því eigendum áskotnaðist forláta grátpálmi, eða grædepalme eins og það útleggst á dönsku.

Heillast af klassískri danskri hönnun 

- Auglýsing -

Húsmunir bera þess merki að eigendur eru mikið áhugafólk um klassíska hönnun tímabilsins 1950-1975 og eru fundvísir á gersemar á mörkuðum, sölu- og uppboðssíðum, bæði hér á landi og erlendis. Húsgögn hafa þó miskunnarlaust verið seld í gegnum tíðina ef annað álitlegra hefur rekið á fjörurnar. Eftir því sem tíminn líður hafa þau þó eitt af öðru fengið lengri og lengri vist á heimilinu.

Í glænýju Hús og híbýli má sjá fullt af fallegum myndum af þessu einstaka heimili í þessu einstaka húsi en myndirnar sem birtast hér eru þær sem ekki var pláss fyrir í blaðinu.

- Auglýsing -

Tryggið ykkur eintak!

Texti: Berglind Gunnarsdóttir
Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Klassísk hönnun tímabilsins 1950-1975 einkennir heimilið.
Útsýnið úr húsinu er vægast sagt tilkomumikið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -