Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Ekki hleypa mér inn í eldhús nema undir ströngu eftirliti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég skal glaður sjá um skreytingar og að leggja á borð, en ekki hleypa mér inn í eldhús nema undir ströngu eftirliti,“ sagði söngvarinn Páll Óskar rétt fyrir jól í fyrra þegar við fengum hann til að svara nokkrum jólaspurningum.

 

Hvenær dregur þú fyrsta jólaskrautið fram úr geymslunni?

Ég byrja á því snemma í nóvember að skreyta trén fyrir utan húsið og smám saman eykst hasarinn! Ég tek síðan gluggana og allt innanhúss allavega tveim vikum fyrir jól og leyfi þessu svo að lifa út janúar og ljósunum í trjánum alveg fram í mars.

Er þú mikið jólabarn?

Mér finnast ákveðnir töfrarnir felast í öllum árstíðum, hvort sem það er svartasta skammdegið eða björtustu næturnar.

Hvaða jólalag kemur þér í jólafílinginn?

- Auglýsing -

Jólasnjór með Elly Vilhjálms og Vilhjálmi Vilhjálmssyni vekur upp sterkar minningar frá jólum á æskuheimilinu og platan Elly og Vilhjálmur syngja jólalög stendur mér ákaflega nærri. Upptakan á laginu Jólasnjór er líka stórmerkileg, en þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir söngvarar yfirsungu sjálfa sig, þ.e.a.s. rödduðu eigin raddir.

Konfektmolar eða smákökur?

Konfektmolar allan daginn, ég er rosalegur Nóa Siríus aðdáandi! Maður prófar sig stundum áfram með aðrar tegundir en endar alltaf aftur í Nóa.

- Auglýsing -

Uppáhaldsjólahefðin?

Á jóladag passa ég mig á því að mæta ekki í nein jólaboð – þessum degi eyði ég á náttfötunum heima hjá mér og nýt þess að kveikja á kertum og upplifa mín eigin jól. Ég safna gömlum kvikmyndum á super 8-filmu og veit ekkert betra en að rúlla í gegn einhverri flottri klassískri bíómynd eða lesa bók og dúlla mér heimafyrir. Á annan í jólum tökum við alltaf risafjölskylduhitting en ég kem úr stórri fjölskyldu og er yngstur af sjö systkinum – svo þegar við sláum til og reynum öll að hittast erum við komin hátt í 40 manns!

Hvað er ómissandi á aðfangadag?

Aðfangadagur er ekkert endilega alltaf eins hjá mér. Ég og Monika hörpuleikari stunduðum það að spila á miðnæturmessu á aðfangadag í Fríkirkjunni í heil 12 ár – þarna kikkuðu jólin inn hjá mér. Það er alltaf nóg að gera hjá mér á þessum tíma.

Hvað er í jólamatinn?

Hann er aldrei sá sami, ég er svo heppinn að vera umkringdur meistarakokkum en sjálfur elda ég aldrei – á móti skal ég glaður sjá um skreytingar og að leggja á borð en ekki hleypa mér inn í eldhús nema undir ströngu eftirliti.

Flugeldar eða kampavín um áramótin?

Flugeldar hjá mér allavega – ég drekk ekki kampavín!

Mynd / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -