- Auglýsing -
Danska hönnunarfyrirtækið Spring Copenhagen er þekkt fyrir skemmtilega hönnun sína á alls kyns skrautmunum fyrir heimilið ásamt líflegum áhöldum og aukahlutum fyrir eldhúsið þar sem leikgleði og húmor eru í aðalhlutverki.
Ein þekktasta hönnun fyrirtækisins er líklega piparfuglinn og saltmörgæsin sem eru salt- og piparkvarnir sem setja sannarlega skemmtilegan svip á eldhúsið en þessar kvarnir hafa verið vinsælar gjafir í Danmörku um árabil og flestir kannast því við þær.
Nýjustu eldhúsáhöldin frá fyrirtækinu eru einnig innblásin af fuglum sem eru svo sannarlega vorboðar og af því draga nýjungarnar nafn sitt. Hönnunarstofan mencke&vagnby eiga heiðurinn af þessari skemmtilegu hönnun sem samanstendur af kartöfluflysjara, appelsínuskrælara og flöskuupptakara. Stílhrein og falleg viðbót í eldhúsið.