Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Er mínimalísk þegar kemur að jólaskreytingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í gömlu og grónu hverfi í Kópavogi býr Hildur Hafstein ásamt eiginmanni sínum Sigurði Ólafssyni og fjórum sonum þeirra. Í jólablaði Húsa og híbýla er að finna innlit heim til þeirra.

Þegar okkur bar að garði var Hildur búin að skreyta. Hún segist vera heldur mínimalísk þegar kemur að jólaskreytingum þótt hún muni seint teljast með mínimalískan stíl. Einnig segir hún að henni þyki einfalt og náttúrulegt skraut fallegast með örlitlu glimmerívafi.

Jólaskraut með könglum klikkar ekki.

„Könglar, greni, greinar, ber, epli, seríur og kertaljós er mitt uppáhaldsskraut. Ég er nýtin á gamla jólaskrautið en bæti oft einhverju smáræði við hver jól, og fer þá yfirleitt í verslunina Fakó sem lumar á alls konar fíniríi. Rautt finnst mér vera ómissandi á jólunum, og tréð skreyti ég yfirleitt með rauðum eplum, hvítum kúlum, silfur- eða gullkúlum og litlu sætu tréskrauti sem strákarnir mínir hafa gert í gegnum árin,“ segir Hildur.

„Rautt finnst mér vera ómissandi á jólunum…“

Jólaundirbúningurinn hefst strax í september hjá henni þar sem hún þarf að byrja snemma að undirbúa jólavertíðina í versluninni en heima fyrir byrjar hún yfirleitt ekki að skreyta fyrr en í byrjun desember, þó með undantekningu þetta árið. Hún segist yfirleitt ætla að vera tímanlega í jólagjafakaupunum en einhvern veginn takist henni þó yfirleitt að vera á síðasta snúningi. Í ár ætlar hún þó að leggja áherslu á að versla heima, velja íslenskt og reyna að byrja innkaupin fyrr.

Hildi þykir ómissandi að skreyta með rauðu á jólunum.

Lestu viðtalið við Hildi í heild sinni og sjáðu fleiri myndir af fallegu heimili hennar í nýjasta Hús og híbýli.

Tryggðu þér áskrift að Hús og Híbýli í vefverslun

- Auglýsing -

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -