- Auglýsing -
Androgyne-sófaborðið er nýtt úr smiðju danska fyrirtækisins Menu, hannað af norska arkitektinum og hönnuðinum Danielle Siggerud. Borðið var upphaflega gert fyrir Menu Space-kaffihúsið en fór fljótlega á almennan markað.

Borðið er með marmaraplötu og stálfótum og einstaklega fagurt á að líta. Það stendur sem skúlptúr og hentar í hinum ýmsu rýmum og varpar fallegum skuggamyndum. Nútímalegt, hrátt og fágað. Epal er söluaðili Menu á Íslandi.

