Opið hús laugardaginn 2. júní milli klukkan 16.00 til 16.30.
Í Suðurhlíðum Kópavogs, við Furuhjalla 1, stendur þetta fallega, tvílyfta einbýlishús á besta stað. Útsýnið frá húsinu er einstakt, yfir Garðholt og Keili sem ljúft er að njóta. Garðurinn sem prýðir húsið er fallegur og gróinn með góðum palli þar sem yndislegt er að vera á góðviðrisdögum. Einnig fylgir húsinu heitur pottur og gróðurhús með köldu og heitu vatni sem og stórum ofnum, sem er kærkomin viðbót, sérstaklega fyrir fólk með græna fingur og þá sem vilja njóta.
Einstök veðursæld og fjölbreytt afþreying í nánd
Í nánd við hverfið eru mjög öflugir þjónustukjarnar meðal annars Smáratorg og Smáralind svo eitthvað sé nefnt ásamt þróttmiklu atvinnulífi. Einstök veðursæld er í Suðurhlíðum Kópavogs, stutt í fallegar gönguleiðir, skóla og alla helstu þjónustu. Kópavogsbær býður upp á fjölmargt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa. Íþróttasvæði Breiðabliks liggur næst hverfinu.
Bjartar stofur með mikill lofthæð
Í húsinu er nýlegar og vandaðar innréttingar og skipulagið er eins og best verður á kosið. Hvíti liturinn er í forgrunni og parket og viður spila stórt hlutverk í húsinu. Á efri hæð hússins eru meðal annars bjartar og rúmgóðar stofur með mikilli lofthæð og loftið prýðir fallegur viður. Þar er útgengi út á svalir þar sem útsýnið skartar sínu fegursta. Einnig er glæsilegur arinn í stofu sem gerir mikið fyrir rýmið. Á efri hæðinni er einnig rúmgott og vel skipulagt eldhús sem inniheldur jafnframt búr sem getur verið kostur og býður upp á ákveðna möguleika.
Hlýleikinn og notagildið í fyrirrúmi
Á neðri hæðinni eru þrjú stór og rúmgóð svefnherbergi ásamt stóru flísalögðu baðherbergi sem nýtist vel. Gengið er út í garð á tveim stöðum, þar sem pallurinn er ásamt heita pottinum og gróðurhúsinu. Falleg og hlýleg sólstofa er einnig á neðri hæðinni sem eykur nýtinguna á húsinu enn frekar.
Jafnframt er stórt aukaherbergi með sérútgangi og baðherbergi. Í því eru lagnir til staðar til að bæta við eldhúsinnréttingu sem býður upp á fleiri nýtingarmöguleika, til dæmis aukaíbúð ef vilji er fyrir því. Stærð hússins er 272,6 fermetrar með bílskúr og fylgir húsinu stílhreint og stórt, upphitað bílaplan sem rúmar fjóra bíla. Sjón er sögu ríkari og vert er að skoða þessa eign.
Þessi fallega eign er til sölu hjá REMAX Senter og er ásett verð er 108 milljónir. Allar frekari upplýsingar um eignina veita: Guðmundur Hallgrímsson, löggiltur fasteignasali, í síma 898-5115 / [email protected] og Gunnar Sverrir, löggiltur fasteignasali, í síma 862-2001 / [email protected].