Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Fimm athyglisverðar Instagram-síður fyrir áhugasama um arkitektúr

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hefur þú áhuga á arkitektúr og langar að fylgjast með því helsta sem er að gerast erlendis? Hér er að finna fimm áhugaverðar Instagram-síður sem arkitektastofur víðs vegar um heiminn halda úti og vert er að skoða.

 

1. Snøhetta – er norsk arkitektastofa sem stofnuð var árið 1989. Snøhetta er með höfuðstöðvar sínar í Osló og New York ásamt því að vera með stúdíó í Hong Kong, San Francisco, Innsbruck og París. Yfir 240 starfsmenn frá 32 löndum starfa hjá fyrirtækinu sem er leiðandi á sviði arkitektúrs og landslagsarkitektúrs. Meðal þekktustu verka stofunnar eru Óperuhúsið í Osló og bókasafnið í Alexandríu í Egyptalandi.

View this post on Instagram

We are excited to present our vision for a new Museum Quarter on top of the Virgl mountain in Bolzano in Northern Italy. Designed on behalf of the Signa Group, the Museum Quarter is intended to accommodate museum spaces for the South Tyrol Museum of Archaeology and the Municipal Museum of Bolzano as well as exhibition spaces for the archaeological sensation Ötzi the Iceman – the prehistoric man from the Copper Age that was discovered in the area in 1991. The distinctive building blends in with the surrounding topography and extends the mountain terrain. Through the planned cable car structure, also designed by Snøhetta, and the new Museum Quarter, the Virgl mountain will serve as a cultural and recreational area for the people and visitors of Bolzano. The new Museum Quarter will serve as a new landmark for Bolzano and reinforce the city’s international significance as a cultural destination. 📷 Moka Studio and Snøhetta

A post shared by Snøhetta (@snohetta) on

2. Andreas Martin-Löf arkitekter – er sænsk stofa sem stofnuð var árið 2008 og er með höfuðstöðvar sínar í Stokkhólmi. Andreas Martin-Löf, stofnandi fyrirtækisins, er ungur og upprennandi arkitekt sem hefur mikið látið til sín taka undanfarin ár þá sér í lagi varðandi nýstárlegar lausnir á húsnæðisvandanum í Stokkhólmi og hefur hann hlotið mörg verðlaun fyrir. Andreas var meðal þátttakenda á Design Talks í Hörpu á Hönnunarmars árið 2018.

3. Kengo Kuma and Associates. Kengo Kuma hefur verið eitt þekktasta nafnið í arkitektaheiminum síðast liðin ár. Hann stofnaði stofu sína í Tokyo árið 1990 og hefur hún verið starfrækt undir hans nafni allar götur síðan. Um 200 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu í Tokyo og í París þar sem nokkurs konar útibú stofunnar er rekið. Japanir hafa löngum verið þekktir fyrir einstaka þekkingu og færni í notkun timburs í byggingariðnaði og bera verk Kengos því fagurt vitni.

- Auglýsing -

4. BIG – Bjarke Ingels Group. Arkitektinn Bjarke Ingels er forsprakki stofunnar sem stofnuð var árið 2005 og eru starfstöðvarnar í Kaupmannahöfn, London og New York. Í dag eru meðeigendurnir 17 talsins og eru verkefni stofunnar afar fjölbreytt. BIG hefur tekið þátt í samkeppnum víðsvegar um heiminn, þar á meðal á Íslandi, en stofan sendi frá sér tillögu að nýjum höfuðstöðvum Landsbankans árið 2018. Sú tillaga þótti afar vel gerð og athyglisverð en hún var unnin í samstarfi við Andra Snæ Magnason.

- Auglýsing -

5. Kimmel Eshkolot Architects – er ísraelsk arkitektastofa stofnuð árið 1986 í Tel Aviv af Etan Kimmel og Michal Kimmel Eshkolot. Stofan er með 18 arkitekta innanborðs sem hafa unnið fjölbreytt verkefni bæði í Ísrael og í Evrópu. Mikil áhersla er lögð á tækni og að hún leiði af sér fjölþættar og skapandi nýjungar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -