Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Fimm leiðir til að gera heimilið litríkara og notalegra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er alltaf nauðsynlegt að grípa í málningarpensilinn þegar gera á heimilið litríkara – og hlýlegra. Hér eru nokkur einföld atriði sem geta skipt sköpum og glætt hvaða rými sem er nýju lífi án þess að það kosti of mikla fyrirhöfn.

 

Borðbúnaður í litum, diskar, skálar og glös. Matur er yfirleitt mun girnilegri á lituðum diskum heldur en á hvítum og þú nýtur matarins betur.

Matur er yfirleitt mun girnilegri á lituðum diskum heldur en á hvítum.

Ekki festast í þeirri hugmynd að allir diskar þurfi að vera eins á litinn þegar lagt er á borð því oft er skemmtilegt að blanda saman mismunandi litum sem tóna saman. Mikilvægara er að hafa stærð diskanna og formin svipuð.

Fáðu þér púða í fallegum litum og úr vönduðu efni. Púðar þurfa ekki að vera dýrir en geta svo sannarlega gefið rýminu ferskan blæ og auðvelt er að skipta þeim út þegar hentar. Hér skiptir mynstur og áferð efnis miklu máli.

- Auglýsing -

Kauptu þér hluti í litum eins og lampa eða blómavasa. Algengustu mistökin sem fólk gerir er að kaupa of smáa hluti. Í stærri rýmum getur til dæmis stæðilegur gólfvasi í fallegum lit komið mun betur út en vasi á borði.

Plöntur og blóm hleypa lífi í hvaða rými sem er og skiptir ekki öllu máli hvort um sé að ræða pottaplöntur eða afskorin blóm. Gott er að hafa í huga þegar pottaplöntur eru valdar hvaða rými þeim er ætlað en birtu-, hita- og rakastig þarf að henta hverri tegund.

- Auglýsing -

Að nota textíl til þess að lífga upp á heimilið er elsta bragðið í bókinni. Fáðu þér ullarteppi í uppáhaldslitnum þínum. Það skapar ekki aðeins notalegt andrúmsloft heldur gefur líka rýminu aukna dýpt og betri efniskennd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -