Hús & híbýliFimm leiðir til þess að gera heimilið skilvirkara Stefanía Albertsdóttir25. janúar, 2020 16:00 VefTvviðtalUnnar Gísli útskýrir sviðsnafnið: „Mér fannst Júníus vera svo lúðralegt nafn“ - Auglýsing - HlaðvörpSakamáliðSakamálið – 26. þáttur: Líkið var hlutað í „meðfærilega bita“ - Auglýsing -Hér koma fimm leiðir til þess að gera heimilið skilvirkara. Þetta er gott að hafa í huga þegar rými heimilisins eru skipulögð. Í barnaherbergjum getur það reynst mikil áskorun að koma öllu dóti fyrir í hirslum á handhægan hátt en þar geta hirslur undir rúmum verið sniðug lausn líkt og geymslubox á hjólum. Gullna reglan er að kaupa engar hirslur fyrr en búið er að grisja og losa sig við það dót sem ekki er lengur í notkun. Rúm með innbyggðum hirslum er einnig sniðug lausn sem auðveldar barninu að nálgast dótið sem og að ganga frá því að leik loknum.Rými undir stigum er oft illa nýtt og marga skortir hreinlega hugmyndir. Þessi rými geta nýst vel sem viðbótar geymslurými, til dæmis fyrir skó og útifatnað, ef það er í nálægð við forstofuna. Að setja upp bókahillur í rýminu er einnig sniðug lausn en auk þess er hægt að útbúa þar litla heimaskrifstofu.Innbyggð hilla í sturtunni er góð leið til þess að geyma sjampó og sápur á snyrtilegan hátt og auðveldar þér að hafa hlutina á réttum stað. Best er að gera ráð fyrir slíkri hillu frá upphafi þegar baðherbergi er hannað þá sér í lagi þegar veggir eru flísalagðir.Þegar kemur að því að velja innréttingar fyrir eldhúsið skaltu hafa í huga að skúffur eru yfirleitt hentugri en neðri skápar. Það er til dæmis betra að geta dregið út skúffu með þungum pottum heldur en að beygja sig eftir þeim inn í skáp. Í flestum verslunum sem selja innréttingar er dýrara að kaupa skúffueiningar heldur en skápa en þegar kemur að skipulagi í eldhúsinu er ekki gott að spara um of. Allt sem auðveldar vinnuna í eldhúsinu er þess virði að fjárfesta í.Bækur eru ómissandi á hverju heimili en mörgum finnst bókahillur íþyngjandi. Í stað þess að vera með hefðbundnar bókahillur sem standa á gólfi settu þá upp veggfestar stakar hillur. Lofthæðin nýtist betur þar sem hillurnar komast nær loftinu. Með því að hafa gólfflötinn hreinan virðist rýmið einnig vera stærra og yfirbragðið verður léttara. Mikilvægt er að huga vel að festingum þar sem bækur geta verið þungar og varast skal að hafa hillurnar of djúpar. Mynd: Manhattan NestMyndir / Úr safniEfnisorð:heimiliðgóð ráðskipulagDeilaFacebookTwitter AthugasemdirAthugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir. Lestu meirasamskiptiRökhugsunin virkar ekki sem skyldi þegar fólk er æst samskiptiHeldur þú heimilinu gangandi á meðan maki þinn gerir ekkert? listirVarðveittu náttúruna útlitBólótt húð – hvað er til ráða? - Auglýsing -Veistu meira um málið?DeilaFacebookTwitter Nýtt í dagMest lesið í vikunniBaksýnisspegillinnEistu skipverja næstum sprungin: „Auðvitað var þetta vont“ stjórnmálSamfylkingin rís upp aftur – Píratar ná ekki inn á þing NáttúruhamfarirGrindavík rýmd og gos í rénum: Hrauntunga milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells yfir Grindavíkurveg Raddir Aðsend grein Dulin mein íslensks stjórnkerfis Aðsend grein Fæðandi persóna á stofu 7 Aðsend grein Tengsl kirkjunnar við lögreglu og yfirvöldÍ fréttum er þetta helst...- Auglýsing -