Páskablað Húsa og híbýla er komið út. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu og áhugaverðu efni.
Í nýjasta tölublaði Húsa og híbýla er meðal annars að finna uppskriftir að gómsætum hátíðarréttum frá Lindu Benediktsdóttur, Berglindi Guðmundsdóttur, Hönnu Hlíf Bjarnadóttur og Þóru Breiðfjörð.

Í blaðinu er einnig að finna innlit inn á falleg heimili, meðal annars á heimili Hildar Erlu, ljósmyndara og flugfreyju. Þar fá hlýlegir náttúrutónar að njóta sín.


Meðfylgjandi er uppskrift að páskasteik Lindu Benediktsdóttur.

Páskadagssteikin:
meðalstórt lambalæri
3-4 hvítlauksgeirar til að stinga í lærið
ferskt rósmarín
¾ dl ólífuolía
1 tsk. þurrkuð steinselja
1 tsk. þurrkað rósmarín
1 tsk. þurrkað óreganó
1 tsk. sítrónupipar
1 tsk. salt
1 tsk. paprika
8 bökunarkartöflur
5-6 hvítlauksgeirar til að setja í fatið
börkur af 1 sítrónu
- Skerið nokkur göt um allt lambalærið, skerið hvítlaukinn í grófar sneiðar og stingið þeim inn í götin ásamt rósmaríni. Setjið ólífuolíu í skál ásamt kryddi, blandið saman og berið olíuna svo á lambalærið, passið að setja vel inn í götin líka. Setjið lærið á bakka og lokið með plastfilmu, látið marinerast inn í kæli í a.m.k. 2 klst., helst yfir nótt.
- Takið lambalærið út úr ofninum og leyfið því að ná stofuhita áður en það er sett í ofninn.
- Kveikið á ofninum og stillið á 200⁰C.
- Skolið kartöflurnar vel og vandlega, skerið niður í þær um ⅔ með 2 mm millibili, passið að skera alls ekki kartöflurnar í sundur. Bragðbætið með salti og ólífuolíu, nuddið þær þannig að olían og saltið fari niður í skurðina. Raðið kartöflunum í stórt eldfast mót í kringum lambalærið. Raðið hvítlauksgeirum og ferskum rósmarínstilkum um mótið líka. Bætið við meiri ólífuolíu og kryddum ef ykkur finnst vanta. Bakið inn í ofni í 1 klst. og 20 mín. en fylgist vel með, ef lærið byrjar að brúnast of mikið þá smellið þið álpappír yfir. Leyfið lærinu að standa í 10 mín. áður en það er skorið. Skreytið með fersku rósmaríni og sítrónuberki.