Á grónum stað við Laugarvatn stendur einstaklega fallegt, lítið og krúttlegt hvítt timburhús. Þau Sunna Rán Wonder og Birgir Magnús Björnsson eignuðust þetta sumarhús fyrir tæpu ári síðan og þarna er griðastaður fjölskyldunnar.
Húsið var byggt árið 1986, Sunna og Birgir fóru út í miklar framkvæmdir á húsinu sem er um 60 fermetrar að stærð og gerðu nánast allt sjálf, með aðstoð fjölskyldu og vina. Húsið er fallegt og bjart og lýsingin í því gerir mikið fyrir upplifunina í rýminu. Ljósgrár, hlýlegur litur er á veggjum sem passar sérlega vel við húsgögnin sem eru flest hvít og allt puntið þar inni. Sunna segist vera dugleg við að endurnýta hluti og húsgögn og fær mjög oft góð ráð frá móður sinni hvað það varðar. Staðsetningin við Laugarvatn er frábær og það er stutt fyrir þau að fara eftir vinnu og njóta kyrrðarinnar en Sunna og Birgir segjast fara nánast allar helgar í bústaðinn sinn.
„Stíllinn á húsinu er að mörgu leyti frábrugðinn þessum týpísku íslensku sumarhúsum.“
Myndir / Aldís Pálsdóttir.