Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Framandi og ferskur hönnuður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norðmaðurinn Hallgeir Homstvedt er óhræddur við að fara nýjar leiðir í hönnun sinni.

Hinn norski Hallgeir Homstvedt lærði upphaflega margmiðlun í Ósló en lét draum sinn rætast ári síðar þegar hann söðlaði um og fluttist til Ástralíu til þess að stunda nám við Univeristy of Newcastle. Árið 2006 útskrifaðist hann sem iðnhönnuður með afbragðs árangri og hóf strax störf hjá norska frumkvöðlafyrirtækinu, Norway Says. Það var síðan þremur árum seinna eða árið 2009 sem Norðmaðurinn opnaði sína eigin hönnunarstofu, Hallgeir Homstvedt Design, sem sérhæfir sig í verkefnum á sviði innanhúss-, húsgagna- og vöruhönnunar.

Verkefni hönnuðarins eru fjölbreytt en með sköpun sinni vill Hallgeir Homstvedt ávallt ná fram áþreifanleika og gagnvirkni á sama tíma og hann skapar forvitni hjá áhorfandanum. Í gegnum tíðina hefur Norðmaðurinn tekið þátt í stórum hönnunarsýningum víðs vegar um heiminn en hann hefur meðal annars vakið verðskuldaða athygli á sýningum í stórborgunum London, Mílanó, New York og Tókýó.

„… með sköpun sinni vill Hallgeir Homstvedt ávallt ná fram áþreifanleika og gagnvirkni á sama tíma og hann skapar forvitni hjá áhorfandanum.“

MUUTO OG MEIRA

Hallgeir Homstvedt er óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann hefur bæði starfað fyrir stór alþjóðleg fyrirtæki eins og Muuto, Hem, L.K. Hjella og Established & Sons en er þó óhræddur við að starfa með lítt þekktari hönnuðum. Það virðist engu skipta hvert verkefnið er, hugur Hallgeir Homstvedt virðist alltaf hafa ótal hugmyndir og í hvert sinn sem hann byrjar kemur eitthvað allt öðruvísi en hann hefur áður gert. Með fjölbreytni og hugmyndauðgi sinni hefur hann unnið til fjölda verðlauna á sviði hönnunar og hvergi nærri hættur.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -