Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Framúrstefnuleg hönnun og dirfska í efnisvali

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn hugmyndaríki Hans J. Wegner hafði þægindi og nýstárleika að leiðarljósi við hönnun sína.

 

Danski húsgagnahönnuðurinn Hans J. Wegner hannaði Flag Halyard PP225-stólinn árið 1950, sem framleiddur er af PP Møbler. Sagt er að hugmyndin að stólnum hafi kviknað þegar Wegner sat á ströndinni ásamt börnum sínum sem voru að leik í sjávarmálinu. Wegner kom sér kyrfilega fyrir í sandinum og mótaði úr honum sæti sem hann raungerði síðar í Halyard-stólinn.

Stóllinn er gerður úr stáli og 240 metrum af svokölluðu dragreipi, sem ofið er úr náttúrulegum hör, sem nafnið á stólnum vísar til en dragreipi er notað til þess að draga upp fána og segl.

Form stólsins er frumlegt og hefur talist til einkar framúrstefnulegrar hönnunar á þeim tíma. Stóllinn hefur hreinar línur og einföld form sem mynda skemmtilegar andstæður við annars hrátt efnisvalið. Stóllinn kemur með höfuðpúða úr leðri eða lituðum segldúk og sauðskinni á setu, sem framleitt er á Íslandi. Andstæður Wegners í efnisvali sýna hvers megnugur hann var til þess að hanna nýstárleg, hagnýt og þægileg húsgögn úr hvaða efni sem er.

Í Design Museum Danmark, sem staðsett er í Kaupmannahöfn, stendur yfir sýningin The Danish Chair an International Affair þar sem berja má stólinn augum innan um aðra stóla úr heimi danskrar hönnunar.

Texti / María Erla Kjartansdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -