Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Framúrstefnuleg samtímahönnun hjá Matter

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sýningarrýmið og verslunin Matter í SoHo, New York var stofnað af bandaríska hönnuðinum Jamie Gray árið 2003. Þar má finna viðamikið úrval af fjölbreyttri hönnunarvöru frá þeim ferskustu og flottustu í bransanum.

Árið 2008 kynnti Jamie eigin vörulínu merkisins „MatterMade“ til leiks, en hún var unnin í samstarfi við unga og efnilega hönnuði sem og þekkrari nöfn innan hönnunarheimsins. Ásamt því að vera verslun er Matter einnig gallerí, sýningarrými, framleiðandi og kynningaraðili á sérvalinni og framúrstefnulegri samtímahönnun, en í gegnum árin hafa verið haldnar yfir 50 sýningar undir formerkjum þeirra.

Hönnuðurinn Jamie Gray stofnaði Matter árið 2013.

Bandarísk samtímahönnun í forgrunni

Matter er þekkt fyrir að vera ávallt með puttann á púlsinum og hefur getið sér það orð að vita alltaf hvaða tískustraumar og stefnur séu í vændum í hönnunarheiminum – en bæði innanhússhönnuðir og arkitektar líta til stúdíósins til innblásturs.

Bandarísk hönnun hefur þróast og breyst mikið á síðastliðnum árum og er nú orðin óaðskiljanlegur hluti af alþjóðlegu hönnunarsenunni. Hönnun frá Bandaríkjunum hefur oft og tíðum verið svolítið sér á báti og ekki í takt við þá strauma og stefnur sem eru ráðandi annars staðar í heiminum. Jamie hjá Matter taldi það mikilvægt fyrir bandaríska samtímahönnun að efna til samtals og efla samvinnu milli alþjóðlegra og bandarískra hönnuða og brúa þannig bilið þar á milli.

Matter er þekkt fyrir að vera ávallt með puttann á púlsinum.

MatterMade

Í upphafi var Matter stofnað sem stökkpallur fyrir unga hönnuði í Brooklyn en stofnandanum Jamie Gray þótti vanta vettvang fyrir hönnuði til að selja og sýna vörur sínar. Megináhersla Matter er að upphefja og auka alþjóðlega vitund á bandarískri samtímahönnun í gegnum vörumerki þeirra „MatterMade“. Mikið er lagt upp úr samstarfi við nýja og framsækna hönnuði og framleiðendur víðsvegar úr heiminum undir hatti vörumerkisins. Einnig skipar staðbundin framleiðsla stóran sess í ferlinu og eru allar vörur þeirra framleiddar í vinnustofu Matter í Brooklyn.

- Auglýsing -
„Bandarísk hönnun hefur þróast og breyst mikið á síðastliðnum árum og er nú orðin óaðskiljanlegur hluti af alþjóðlegu hönnunarsenunni.“

Vörulínan „MatterMade“ samanstendur af húsgögnum, ljósgjöfum og ýmsum skrautmunum fyrir heimilið, en á ári hverju bætast nýjar og spennandi vörur í safnið. Við hönnun vörulínunnar kom innblásturinn aðallega frá hefðbundinni bandarískri hönnun og handverki, en mikil áhersla er á formfegurð og notkun gæðaefna.

Öðruvísi og eftirminnilegt baðherbergi!

Vörurnar eru unnar í samstarfi við þekkta hönnuði og framleiðendur, en sem dæmi má nefna; Faye Toogood, Studio Visibility, Philippe Malouin, Ana Kras, Pedro Paulo Venzon, Paul Loebach, Jonathan Nesci og svo lengi mætti telja, en Jamie Gray hannar einnig sjálfur fyrir merkið. Ekki láta þennan gullmola fram hjá ykkur fara ef þið eigið leið til New York, sjón er sögu ríkari.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -