Í ítölsku borginni Arezzo er að finna þetta glæsilega boutique-hótel í byggingu sem var höfðingjasetur á 18 öld. Hótelið heitir Sugar Rooms og er einstakt.
Á hótelinu er að finna 15 herbergi þar sem gamli og nýi stíllinn og ólíkar áferðir spila saman á skemmtilegan hátt.
Það var Roberto Baciocchi sem sá um innanhússhönnunina á Sugar Rooms en Baciocchi er einna þekktastur fyrir hönnun sína í verslunum tískuhúss Prada.
Baciocchi og teymi hans lögðu áherslu á að halda að einhverju leyti í gamla stílinn sem ríkti í byggingunni á sínum tíma.
Þess má geta að svokölluð boutique-hótel hafa notið vinsælda undanfarin ár en það eru yfirleitt mun minni hótel en almennt gerist og oft eru þau sérlega persónuleg og falleg.
Fleiri myndir er að finna á vef Robertos Baciocchi.



Sjá einnig: New York með stæl