Þessi glæsileg og bjarta eign er á efstu hæð, þeirri sjöundu, í Stakkholti 2b í hjarta borgarinnar. Það er einstakt útsýni til suðurs yfir borgina og til austurs að Keili. Einnig blasir við stórfenglegt útsýni á hæðinni yfir Snæfellsfjallagarðinn, Akrafjall og Skarðsheiði.
Einfaldur og stílhreinn stíll í forgrunni
Eignin er aðlaðandi fyrir augað, bæði stílhrein og björt, þar sem einfaldleikinn ræður ríkjum. Skipulag eigninnar er mjög gott og hugsað er fyrir öllum smáatriðum. Gólfefnin eru vönduð, fallegt eikarparket með breiðum plönkum sem kemur skemmtilega út. Eigninni fylgja tvö barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi sem nýtast vel. Eldhúsið og stofan tengjast saman í opnu og björtu rými sem býður upp á fjölmarga möguleika á nýtingu. Falleg innrétting og eyja prýða eldhúsið. Útgengt er á svalir í opna rýminu sem kemur mjög vel út. Eigninni fylgir stæði í bílakjalllara og sérgeymsla á sameign sem er með tvöfaldri lofthæð sem er mikill kostur.
Menningarlífið blómstrar allt í kring og hverfið iðar af lífi
Staðsetning eignarinnar er á miðsvæði borgarinnar þar sem stutt er í allar áttir. Stutt er í alla þjónustu og það má með sanni segja að þjónustan og menningarlífið blómstri allt í kring. Meðal annars má nefna að stutt er á Hlemm, þar sem Mathöll var nýlega opnuð og stutt er í miðbæinn þar sem má finna allt milli himins og jarðar. Bónus í Skipholti er í göngufæri sem er einkum hagkvæmt fyrir heimilið. Menningarlífið er skammt undan en Kjarvalsstaðir og Klambratúnið eru í göngufæri, þar er að finna bæði kaffihús og almenningsgarð sem iðar af mannlífi. Á Klambratúni er hægt að stunda ýmsar íþróttir og hreyfingu og má þar nefna körfubolta, fótbolta, frisbígolf. Einnig er þar leikvöllur fyrir yngstu kynslóðina sem er mikill kostur fyrir fjölskyldufólk. Stórir vinnustaður eru margir þarna í kring og má þar meðal annars nefna Landspítalann við Hringbraut.
Skólar fyrir öll skólastig í nágrenninu
Í göngufæri við Stakkholt eru fjölmargir skólar. Þar má nefna Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Ísaksskóla. Einnig er Tækniskólinn í göngufæri og stutt í Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands. Jafnframt eru margir leikskólar í grenndinni, bæði í miðbænum sem og í Hlíðunum. Samgöngur eru góðar á þessu svæði og fínir hjólareiðastígar í allar áttir. Svæðið býður upp á fjölmargar leiðir til hreyfingar af ýmsu tagi og má þar nefnda Öskjuhlíðina og íþróttafélögin Valur og Mjölnir eru á svæðinu.
Húsaskjól/Garún fasteignasala er með þessa glæsilegu fjögurra herbergja hæð til sölu og heildarstærð eignarinnar er skráð 149,9 fermetrar. Verðið á eigninni er 79,9 milljónir en fasteignamatið árið 2019 er rúmar 75 milljónir. Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Ósk. Ekki hika við að hafa samband í síma 863-0402 eða sendu línu á [email protected].
_______________________________________________________________
Ásdís Ósk Valsdóttir, eigandi Húsaskjóls, hefur útfært nýja gerð af fasteignamyndböndum sem er algjör nýjung á íslenskum markaði. Markmið þeirra er að bjóða viðskiptavinum sínum upp á framúrskarandi þjónustu og þess vegna vilja þau færa út kvíarnar og ná til nýrra og núverandi viðskiptavinum með stílhreinum og einföldum glæsileika sem heillar bæði augu og eyru. Ásdís Ósk fagnaði nýlega 15 ára starfsafmæli sínu í fasteignabransanum og má segja að hún viti hvað virkar. Fasteignaviðskipti eru sífellt að verða flóknari og þess vegna finnst starfsfólki Húsaskjóls mikilvægt að fylgjast með og innleiða nýjungar svo að viðskiptavinir þeirra séu þeir ánægðustu á markaðnum.