Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Góður andi í gamla vesturbænum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á dögunum heimsóttum við hjón sem búa í fallegu steinhúsi byggðu 1939 í gamla Vesturbænum, rétt við Landskotstún. Þau festu kaup á íbúðinni fyrir tæpum tveimur árum og hafa verið dugleg að gera heimilið fallegt frá flutningunum.

Íbúðin er um 165 fm en þar af eru 35 fm nýttir undir stúdíóíbúð. Það fyrsta sem grípur augað þegar inn er komið eru fallegir gluggarnir í forstofunni, en útsýnið er nánast eins og síbreytilegt málverk þar sem auðvelt er að fylgjast með árstíðunum líða hjá.

Skipulag íbúðarinnar er í takt við byggingartímann, rúmgóð forstofan liggur eins og slagæð í gegnum rýmið, stofurnar stórar og bjartar, eldhúsið örlítið slitið frá og baðherbergin í smærra lagi.

Á hæðinni er einnig stúdíóíbúð sem hjónin hafa lokað af og eru með í útleigu. Á gólfum í stofunum er virkilega fallegt upprunalegt eikarparket lagt í síldarbeinamynstur, sem passar einkar vel við skandinavískan stíl heimilisins.  Litríka málverkið í borðstofunni er eftir listamanninn Jón Þór Gíslason.

„Mér finnst svo gott loft í gömlum húsum, þar er oft góður andi og mér líður vel í þeim.“

- Auglýsing -

Hvað var það sem heillaði við þessa íbúð?
„Það varð ást við fyrstu sýn þegar við skoðuðum hana og við eigum allt eins von á því að búa hér alla ævi,“ segir annar eigandinn og bætir við að fjölskyldan hafi ekki farið í miklar framkvæmdir aðrar en að mála, fjarlægja efri skápa í eldhúsinu og dytta að hinu og þessu sem þurfti viðhald. „Mér finnst svo gott loft í gömlum húsum, þar er oft góður andi og mér líður vel í þeim. Meiri metnaður virðist líka hafa verið lagður í smáatriðin í gamla daga, eins og falleg gerefti, skrautlista og kúrvur og ég nýt þess að horfa á þessa litlu hluti í eldri húsum.“

Léttur norræn stíll
Húsráðendur ólust upp við skandinavískan stíl og bjuggu lengi vel í Noregi, svo þau segja að stílinn sem sé áberandi núna, grænar plöntur og viðarhúsgögn falli vel að þeirra smekk.

- Auglýsing -

Eigið þið ykkur uppáhaldsstað?
„Uppáhaldsstaðurinn er þar sem sólin og fólkið er, til dæmis við gluggana í stofunni eða úti á svölum með kaffibollann – það er svo notalegt að horfa á fólkið fara í vinnuna og koma krökkunum í skólann.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -