Föstudagur 27. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gulla arkitekt hannar einstaka glæsiíbúð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gulla arkitekt segist heillast af hógværum glæsileika og arktitektúr með listrænu ívafi.

Guðlaug Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, hefur búið í borg englana, Los Angeles, í næstum þrjátíu ár og getið sér gott orð sem arkitekt. Gulla, eins og hún er alltaf kölluð, hefur hannað tvær sérlega smart húsgagnalínur sem eru einungis seldar í listagalleríum og má segja að þessi húsgögn hennar séu oft meira í ætt við listaverk eða skúlptúr en hefðbundin húsgögn.

Guðlaug Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, hefur búið í borg englana, Los Angeles, í næstum þrjátíu ár og getið sér gott orð sem arkitekt

Gulla hefur líka hannað mörg flott hótel víða um heim og veitingastaði sömuleiðis og nýlega tók hún að sér að hanna glæsiíbúð í hæstu íbúðarbyggingu heims í stórborginni New York, nánar tiltekið 432 Park Avenue-skýjakljúfrinum sem lokið var að byggja í enda árs 2015. Afraksturinn er algjör veisla fyrir augað. Þetta heimili er sannarlega einstakt, fágað og glæsilegt en um leið líka hlýlegt og tímalaust.

Við hittum Gullu þegar hún var stödd hér á landi í jólafríi og spurðum hana út í þessa íðilfögru íbúð en þess má geta að Gulla fékk nýlega hönnunarverðlaun Interior Design Magazin; Best resort design 2017 og voru verðlaunin fyrir lúxushótel sem hún hannaði í Kína en þessi verðlaunin eru eins og Óskarinn í hönnun og því mikill heiður að fá þau. Við óskum Gullu til hamingju með enn eina rósina í hnappagatið því þetta eru aldeilis ekki fyrstu verðlaunin sem hún fær fyrir hönnun sína.

Íbúðin er staðsett í hæstu íbúðabyggingu heims

Íbúðin er eins og fyrr segir í hæsta íbúðarhúsnæði heims og Gulla segir að húsið sé 90 hæðir og 425,5 metra hátt. Og þá langar okkur að vita hversu hátt upp með lyftunni hún hafi farið þegar hún vann að þessu verkefni? ,,Íbúðin er á 55. hæð og hún er um 350 fermetrar,“ segir hún og bætir við að lofthæðin sé tæpir fjórir metrar. „Það eru hjón sem eiga þetta og þau eru til að mynda hvort með sitt baðherbergið.“Hennar baðherbergi er með frístandandi baðkeri sem er staðsett við stóran glugga og það er því einstakt útsýni yfir borgina þegar legið er baði þarna uppi á 55. hæð. Hann er með sturtu á sínu baðherbergi þannig að þau eru ekki eins.

- Auglýsing -

Þarna er stórt opið aðalrými sem telur stofu, borðstofu og eldhúsið, inn af því er annað ,,vinnueldhús“, þvottaherbergi og annar inngangur. Auk þess er líka eitt herbergi sem er sérhannað til að spila backgammon, eða kotru, eins og það heitir á íslensku því herramaðurinn sem þarna býr spilar gjarnan kotru við félaga sína og þá er ekki amalegt að vera með þetta flotta spilarými.

Þessi glæsilega íbúð prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Húsa og híbýla og þar má sjá fleiri fallegar myndir og viðtalið við Gullu í heild sinni.

- Auglýsing -

Texti / Sigríður Elín Ásmundsdóttir
Myndir / Art Gray

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -