Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Handgerður órói sem setur fallegan svip á stofuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þessi fallegi órói er handgerður á verkstæði Lappalainen í gömlu iðnaðarhúsnæði við Hanau, rétt utan við Frankfurt. Að baki Lappalainen standa hjónin Rivka Baake og Wilfrid Kreutz.

 

Rivka er listfræðingur og Wilfrid er silfursmiður með klassíska menntun að baki þar sem aldagamlar hefðir í silfursmíði eru hafðar að leiðarljósi. Samstarf þeirra hjóna hófst fyrir um 17 árum síðan en þá stofnuðu þau verslun sem seldi gömul húsgögn. Að gamni sínu ákváðu þau síðan að hanna og smíða óróa sem upphaflega átti einungis að vera skraut á þeirra eigin heimili.

Vinir og vandamenn sem komu til þeirra í heimsókn hrifust af óróanum og hófu að leggja inn pantanir. Það vatt svo upp á sig og úr varð fyrirtæki þeirra Lappalainen.

Óróinn er handgerður frá upphafi til enda en hönnunarferlið hefst á teikningu þar sem formin eru ákveðin. Síðan eru formin skorin út í málminn og slípuð og óróinn lóðaður saman. Að lokum er hann hengdur upp þar sem gulltryggt er að hann uppfylli allar kröfur og væntingar varðandi útlit og jafnvægi. Hönnunin er innblásin af verkum höggmyndalistamannsins Alexander Calder.

Fyrir þá sem vilja eignast óróann þá fæst hann á vefsíðunni www.reykjaviktrading.com og í The Shed á Suðurgötu 9 í Hafnarfirði.

https://www.instagram.com/p/B1D4IMVHORw/

View this post on Instagram

Friday in our studio. A 3m mobile in black.

A post shared by Lappalainen (@lpln.de) on

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -