Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Hefur tileinkað sér mínimalískan lífsstíl í sjö ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Allmargir hafa eflaust heyrt um mínimalískan lífsstíl, en vita kannski ekki hvar er best að byrja á stórri lífsstílsbreytingu eins og þessari. Við náðum tali af Sigurlaugu Elínu Þórhallsdóttur en fjölskylda hennar hefur tileinkað sér lífsstílinn í sjö ár og fengum við að forvitnast örlítið um hvað málið snýst.

Hvað er mínimalismi og lítur hann eins út fyrir alla?

„Margir kannast við mínimalisma sem liststefnu en þá sér fólk fyrir sér fáa, hreina liti, einföld geómetrísk form og notkun lýsingar og tómra rýma til áhersluauka. Mínimalisma sem lífsstíl er hins vegar öllu erfiðara að sjá fyrir sér því þar er um að ræða ótal birtingarmyndir. Í grunninn má segja að mínimalískur lífsstíll snúist um að losa sig við hvers kyns óþarfa í lífinu með það að markmiði að geta einbeitt sér að því sem raunverulega skiptir máli og veitir hamingju.

Þetta getur verið allt frá smáhlutum í skúffu til samskipta við vandamenn. Þar sem skoðanir fólks á hvað er óþarfi og hvað skiptir máli eru misjafnar, lítur mínimalískur lífsstíll alls ekki eins út fyrir öllum. Það er samt gott að muna að þetta snýst ekki aðeins um að losa sig við drasl heldur að draga úr neyslu með það að markmiði að geta notið þess betur sem maður á.“

Ég hugsa líka stundum til þess að börnin mín munu þurfa að fara í gegnum alla búslóðina þegar ég verð farin af þessari plánetu.

Hversu lengi hefur þú tileinkað þér mínimalisma og hvað varð til þess að þú gerðir það?

Viðtalið við Sigurlaugu má lesa í heild sinni í 1. tölublaði Húsa og Híbýla sem fer úr sölu eftir viku. Sigurlaug gefur lesendum m.a. góð ráð sem koma sér vel fyrir þá sem vilja tileinka sér mínimalískan lífsstíl. Hún segir frá sniðugum gjöfum sem gætu hentað þeim sem aðhyllast mínimalískan lífsstíl og mælir með nokkrum bókum og þáttum um lífsstílinn.

„Það eru um það bil sjö ár síðan ég fór fyrst markvisst að grisja úr skápum og skúffum og losa mig við hluti sem ég hafði verið að geyma „af því bara“. Það var hins vegar fyrir þremur árum sem ég áttaði mig á að það væri ekki nóg að losa sig við hluti heldur þyrfti lífsstíllinn að breytast svo allt myndi ekki bara fyllast aftur. Við fjölskyldan höfðum þá flutt úr lítilli íbúð í töluvert stærri og ég áttaði mig á því mjög fljótlega að það virðist ekki skipta máli hversu mikið skápapláss ég hafði, það fylltist alltaf um leið.

- Auglýsing -

Þá sökkti ég mér í allskyns pælingar um hvernig væri best að draga úr neyslu og setja sér einhverjar skorður í þessum efnum. Ég hugsa líka stundum til þess að börnin mín munu þurfa að fara í gegnum alla búslóðina þegar ég verð farin af þessari plánetu. Mér finnst ekki góð tilhugsunum að skilja þau eftir með marga áratugi af óþarfa sem hefur safnast upp.“

 

„Í grunninn má segja að mínimalískur lífsstíll snúist um að losa sig við hvers kyns óþarfa í lífinu með það að markmiði að geta einbeitt sér að því sem raunverulega skiptir máli og veitir hamingju.“
Sigurlaug hefur tileinkað sér mínimalískan lífsstíl í sjö ár og vandar valið þegar kemur að því að gefa hlutum pláss á heimilinu.

Ljósmyndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -