- Auglýsing -
Hönnuðurinn Simon Legald, sem útskrifaðist árið 2012 frá Royal Danish Academy of Fine Arts, á heiðurinn af Turn-borðinu fyrir Normann Copenhagen.
Borðinu þarf að snúa til að hækka það eða lækka, en þaðan dregur borðið nafn sitt. Turn hefur fallega lögun; kringlótt borðplata úr spónlögðum aski með ávölum fót úr stáli.
Borðið er 41,5 cm í lægstu stillingu og 66,5 cm í þeirri hæstu og því er auðvelt að aðlaga það að hvaða rými sem er. Hönnunin er bæði falleg og góð en stálfóturinn er massífur og gerir borðið því einkar stöðugt.
Turn kemur í þremur mismunandi litum, svörtu, dökkgráu og ljósgráu. Fæst í Epal.