Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Í hólf og á gólf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hugmyndir fyrir heimilið.

Þegar herbergi er skipulagt hugsa menn oftast fyrst um litinn á veggjunum, húsgögnin og skrautmunina. Gólfið er aukaatriði og sjaldnast er heildarsvipurinn hugsaður út frá því efni sem valið er á það. Þessari hugsun þarf að breyta. Það sem er undir fótum okkar getur nefnilega gert útslagið um hvort herbergi er fallegt eða ljótt.

Í gömlum húsum voru gólfborðin einnig oft máluð í alls konar litum og að undanförnu hefur verið í tísku parket sem er litað með ýmist ljósum eða dökkum litum. Áferðin fer alveg frá að vera nánast hvít eða ljósgrá yfir í brúna eða svarta.

Ljós gólf veita birtunni upp og skapa hlýleika. Ef gluggar eru litlir og lítil dagsbirta berst inn í rýmið er hægt að breyta miklu með hvíttuðu parketi eða hreinlega að mála í ljósum litum. Flotuð gólf gefa þann möguleika að setja lit út í lakkið áður en það er borið á gólfið og gefa þannig steypunni nýja áferð. Þetta er sterkt og endingargott gólfefni og auðvelt að þrífa. Þetta efni á sérlega vel við í forstofu, eldhúsi og barnaherbergjum. Þegar það er notað í dimmum, litlum forstofum gefur það færi á að lýsa rýmið eða gefa því fjörlegan blæ með því að kjósa líflegan lit.

Í barnaherbergi á vel við að leyfa gólfinu að kallast á við litina á veggjunum eða veggskreytingar. Auðvelt er að bæta við skreytingum og vinsælt er að hafa stjörnur, doppur eða annað mynstur á gólfinu. Flot á gólf getur bæði verið matt og glansandi en gæta verður þess að mikil speglun getur myndast af glansandi gólfum og í björtum opnum rýmum verður hún óþægileg.

Þegar valin eru gólfefni þarf ávallt að hafa í huga að þau endast lengst allra innréttinga. Þess vegna kjósa flestir hlutlaust, klassískt efni.

Í gömlum húsum voru gólfborðin einnig oft máluð í alls konar litum og að undanförnu hefur verið í tísku parket sem er litað með ýmist ljósum eða dökkum litum. Áferðin fer alveg frá að vera nánast hvít eða ljósgrá yfir í brúna eða svarta.

Þegar gólf eru máluð

Þegar gólf eru máluð er undirbúningurinn undirstaða þess að vel takist til. Þá skiptir engu hvort verið er að flota steypu eða mála gólfborð. Pússa þarf undirlagið alveg slétt og hreinsa það vel og sjá til þess að hvergi leynist misfellur eða óhreinindi. Sandkorn geta breytt áferðinni og skemmt útlitið.

- Auglýsing -

Ef verið er að mála trégólf eða yfir gólfdúk þarf að velja einstaklega góðan grunn. Hann er borinn á og stundum þarf tvær umferðir til að ná bestu áferðinni og síðan er málað eða lakkað yfir. Til að flota gólf er best að leita til fagmanna nema menn hafi til að bera þekkingu í þessum efnum.

Notið eingöngu bestu fáanleg efni

Ef eingöngu eru notuð bestu fáanleg efni er hægt að tryggja endinguna. Þeir sem kjósa að mála sjálfir ættu að leita álits fagmanna og fá þeirra ráð við efnisvalið.

- Auglýsing -

Leiktu þér

Einn hlutlaus litur er ekki alltaf bestur. Svartur, hvítur, brúnn og grár virka alltaf en það er ekkert að því að bæta í þessa liti marmaraáferð, mynstri eða köflum. Einn af stærstu kostum málaðra gólfa og flotaðra er hversu auðvelt er að breyta þeim ef fólk verður leitt á því sem fyrir er.

Ekki auðvelt að skipta út

Þegar valin eru gólfefni þarf ávallt að hafa í huga að þau endast lengst allra innréttinga. Þess vegna kjósa flestir hlutlaust, klassískt efni. Staðreyndin er sú að flísar í djörfum litum endast ekki sérstaklega vel og hið sama á við um gólfteppi. Linoleum-dúkar hafa notið vaxandi vinsælda að undanförnu en þeir eru skemmtilegir og gefa færi á að skapa fallega áferð og mynstur. Um þá gildir hins vegar það sama og önnur gólfefni sem límd eru niður. Það kostar mikla fyrirhöfn og er dýrt að skipta þeim út þegar þeir fara úr tísku eða skipt er um húsgögn og liti á veggjunum. Þess vegna er mikilvægt að fara varlega þegar valin eru gólfefni af þessu tagi og hugsa fram í tímann.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -