Mater Design sameinar hágæða húsgögn og ljós með framleiðslu þar sem lögð er áhersla á að styðja við fólk, staðbundinn iðnað, hefðir og umhverfið.
Mater Design er danskt hönnunarmerki stofnað af Henrik Marstrand árið 2006. Viðskiptamódel þeirra og heimspeki hefur frá upphafi byggst á þremur meginreglum: hönnun, handverk og siðfræði. Öll hönnun og framleiðsla Mater design byggist á hugsjón um sjálfbærni og er á öllum stigum í framleiðsluferlinu tekið tillit til siðferði sjálfbærni.
Fyrirtækið er án efa þekktast fyrir Space Copenhagen-barstólana og Bowl-borð seríuna sem hafa slegið í gegn um heim allan. Borðin eru framleidd úr umhverfisvænum mangóvið en barstólinn er úr FSC-vottuðum við. Í FCS- vottuðum skógi eru engin tré felld nema skógurinn ráði við að framleiða annað tré í staðinn. Þá eru öllum starfsmönnum í FCS-vottuðum skógi tryggt vinnuöryggi, menntun og sanngjörn laun.
Henrik sem kynnti merkið í fyrsta skipti á heimsvísu á Maison&Objet í París árið 2007 segir að ásamt því að hugsa um sjálfbærni sé þeirra markmið að búa til sígildar, fallegar og varanlegur vörur sem hægt er að njóta, þykja vænt og viðhalda fyrir líftíma.
Texti / Linda Jóhannsdóttir
Myndir / Frá framleiðanda