Þriðjudagur 28. janúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Hönnunargullmolar Marcel Breuer: Wassily og B32UF

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Wassily og B32UF er hönnun sem stenst tímans tönn.

Wassily-stólinn var hannaður af Marcel Breuer 1925-1926, þá var Breuer einungis 24 ára gamall og á þeim tíma var þetta örugglega talin framúrstefnuleg hönnun en það má segja að Wassily-stóllinn hafi staðist tímans tönn.

Wassily-stólinn.

Þetta var eitt fyrsta húsgagnið sem Marcel Breuer smíðaði úr málmi og hann var hannaður með það í huga að hægt væri að smíða hann úr stálrörum sem voru fáanleg.

Hönnuðurinn fæddist í Ungverjalandi en hann starfaði í Bandaríkjunum og Evrópu og fékk þjálfun hjá Bauhaus en nafnið á stólnum sem upphaflega hét B3 má rekja þangað því þar kenndi málari að nafni Wassily Kandinsky. Þessi stóll sem er úr leðri og málmi er ein þekktasta hönnun Breuer en hann hannaði líka B32-stólinn árið 1928.

B32-stóllinn.

B32-stóllinn er önnur klassísk hönnun Breuer, hann er úr stálrörum og við en bakið og sessan eru úr reyr.

Þessir tveir úr smiðju Breuer sem lést árið 1981 eru eigulegir hönnunargullmolar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -