Innanhússarkitektar og hönnuðir gefa góð ráð og Rut Kára sýnir nýja hönnun í húsi frá 1960.
Meðal efnis í þessu fjölbreytta blaði er að finna nokkur spennandi og fjölbreytt innlit. Leirlistamaðurinn Bjarni Viðar opnar vinnustofu sína og heimili en hann býr í afar skemmtilegu húsi í Hafnarfirði.
Við kíktum í heimsókn í smekklega og vel hannaða íbúð á Tjarnargötunni. Forsíðumyndin er úr áhugaverðu innliti í stíl sjöunda áratugarins sem bræðurnir Vilhjálmur og Helgi Hjálmarssynir teiknuðu en þeir hönnuðu meðal annars Útvarpshúsið í Efstaleiti ásamt fjölda annarra húsa.
Einnig er að finna í blaðinu afar fallega hönnun innanhússarkitektsins Rut Káradóttur þar sem léttleikinn svífur yfir vötnum.
Innanhússarkitektar og hönnuðir gefa lesendum góðar hugmyndir og ráð, þetta og margt, margt fleira.
Tryggðu þér áskrift að Hús og híbýli í vefverslun