- Auglýsing -
Sumarið er einn skemmtilegast tími ársins til þess að leggja fallega á borð og bjóða vinum og vandamönnum í góðan mat. Íslensk náttúra býr yfir aragrúa af fallegum blómum og jurtum sem tilvalið er að nýta í borðskreytingar og vendi.
Það eru þó nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar nota á slíkar jurtir og blóm í skreytingar. Best er að tína blómin rétt áður en á að nota þau og afar mikilvægt er að setja þau strax í vatn eftir að þau eru tínd. Sé það gert standa þau vel og eru dásamleg viðbót við veisluborðið. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.

Blaðamaður Húsa og híbýla dekkaði upp rómantískt og sumarlegt veisluborð. Innblástur var sóttur í íslenska flóru og ítalska matargerð. Notast var við náttúruleg form og efni til þess að gefa borðinu lifandi yfirbragð.



Mynd / Heiðdís Guðbjörg