Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Íslendingar í London senda umheiminum mikilvæg skilaboð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex íslenskir hönnuðir taka þátt í hönnunarsýningunni Virtual Design Destination: New Reality á London Design Festival 2020. Sýningin er í rafrænu formi og vekja íslensku þátttakendurnir athygli á brýnu málefni.

Hlín Helga Guðlaugsdóttir, annar sýningarstjóri fyrir Íslands hönd á Virtual Design Destination: New Reality, samsýningu danska hönnunargallerísins Adorno, á hönnunarhátíðinni London Desgin Festival. .

„Við vildum senda þau skilaboð frá Íslandi og minna á að hamfarahlýnun er enn staðreynd og mjög áþreifanleg, ekki hvað síst á norðurhveli jarðar þótt hún hafi undanfarið fallið svolítið í skuggann af heimsfaraldrinum. Þess vegna ákváðum við að nota bráðnun jökla sem umgjörð fyrir íslenska hlutann á sýningunni, hún er auðvitað áþreifanleg birtingarmynd loftlagsvandans. Minnir okkur á að þetta er allt mjög raunverulegt og við þurfum að bregðast við í samræmi við það,“ útskýrir Hlín Helga Guðlaugsdóttir.

Hlín og María Kristín Jónsdóttir eru sýningarstjórar fyrir Íslands hönd á Virtual Design Destination: New Reality, samsýningu danska hönnunargallerísins Adorno á hinni virtu hátíð London Desgin Festival. Hátíðin fer fram með breyttu sniði í ár vegna heimsfaraldursins og segir Hlín hana eins konar svar við ástandinu.

„Hugmyndin er sú að hver og einn sýningargestur geti ferðast að eigin vild um þennan spennandi sýndarveruleika.“

Spennandi upplifun

„Þetta er í fyrsta sinn sem Adorno kynnir Virtual Design Destination, sýningu í sýndarveruleika,“ lýsir hún. „Heildarþemað er þessi nýi veruleiki sem blasir við eftir að heimsfaraldurinn brast snemma á árinu og við búum mörg hver við. Það má segja að þarna sé verið taka þennan nýja og breytta veruleika með öllum sínum zoom-fundum og rafrænu fyrirlestrum skrefinu lengra með því að bjóða almenningi að taka þátt í að skapa sína eigin upplifun. Hugmyndin er sú að hver og einn sýningargestur geti ferðast að eigin vild um þennan spennandi sýndarveruleika og upplifað eitthvað skemmtilegt, áhugavert og óvænt.“

Mikilvægt málefni

- Auglýsing -

Að sögn Hlínar er samsýningin byggð upp á fjórtán stafrænum heimum. Íslenski hluti sýningarinnar ber yfirskriftina Tengingar (Attunement) og veltir upp spurningum um samband mannkynsins við jörðina og mögulega okkur sjálf í leiðinni. „Við völdum inn á sýninguna sex íslenska hönnuði sem hafa verið að velta upp spurningum um sjálfbærni og tengsl tækni og náttúru. Teygjum það meðal annars inn í pælingar um samfélagsmiðla og blinda neysluhyggju og hvert við erum að stefna og hvernig við ætlum að halda áfram. Verkin á sýningunni hrópa kannski ekki á þig í einhverjum predikunartóni um sjálfbærni og betri heim, en þau vekja okkur til umhugsunar um þessi málefni. Hönnuðir hafa auðvitað ýmislegt um þau að segja.“

Stökkpallur fyrir íslenska hönnuði

Rúmlega hundrað hönnuðir frá fjórtán löndum taka þátt í sýningunni og yfir 200 hönnunarmunir eru til sýnis. Íslensku hönnuðirnir sem taka þátt í ár eru Birta Rós Brynjófsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir undir merkjum Studio Fléttu, Björn Blumenstein, Valdís Steinarsdóttir, Ýr Jóhannsdóttir, Sigríður Birna Matthíasdóttir og Halldór Eldjárn. Er þetta fjórða sýningin á vegum hönnunargallerísins Adorno sem íslenskir hönnuðir sýna á og Hlín og María Kristín taka þátt í að stýra, en þess má geta að Ísland tekur þátt í samstarfi við Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og er styrkt af Íslandsstofu og sendiráði Íslands í London.

- Auglýsing -

„Hönnuðirnir í ár bætast þar með í hóp íslenskra hönnuða sem hafa sýnt áður hjá Adorno, en það að vera hluti af sýningu á vegum þessa virta gallerís opnar auðvitað sviðið fyrir íslenska hönnuði,“ segir Hlín.

Á hverjum sýningardegi verða tvö lönd kynnt til sögunnar, þar sem gestir geta skyggnst inn í hugarheim hönnuða, hitt þá í gegnum myndbandsviðtöl og séð munina í þeim sýndarveruleika sem var sérstaklega búinn til í kringum þemað. Sýningin er öllum aðgengileg, hvar sem þeir eru niðurkomnir í heiminum. Leiðsögn Íslands fer fram að morgni 14. september klukkan níu.

Óvenjuleg leiðsögn

Sýningin verður opnuð á morgun, laugardaginn 12. september og stendur yfir til 20. september. Á hverjum sýningardegi verða tvö lönd kynnt til sögunnar, þar sem gestir geta skyggnst inn í hugarheim hönnuða, hitt þá í gegnum myndbandsviðtöl og séð munina í þeim sýndarveruleika sem var sérstaklega búinn til í kringum þemað. Gestir geta svo mátað um 100 muni frá hönnuðum sýningarinnar inn á heimili sín með aðstoð viðbætts veruleika (augmented reality). Þar sem hún er á rafrænu formi segir Hlín að er hún sé öllum aðgengileg, hvar sem þeir eru niðurkomnir í heiminum. Hún hvetur áhugasama að skrá sig á virtualdesigndestination.com. Leiðsögn Íslands fer fram að morgni 14. september klukkan níu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -