- Auglýsing -
Hinn árlegi jólamarkaður Bjarna Sigurðssonar leirlistamanns hefst í dag kl. 16 og er opinn til kl. 21. Markaðurinn er einnig opinn laugardag og sunnudag frá kl. 11-18.
Ný verk verða til sölu, á afslætti og allir eru velkomnir. Markaðurinn er haldinn á vinnustofu Bjarna að Hrauntungu 20 í Hafnarfirði og er hann löngu orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra. Það er því tilvalið að gera sér ferð í Hafnarfjörð og upplifa sanna jólastemningu.


Sjá einnig: Myndband: Kíkt inn á vinnustofu leirlistamannsins Bjarna Viðars