Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Konur, handverk og frjáls myndlist – Málþing

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 18. maí næst komandi fer fram málþingið Konur, handverk og frjáls myndlist og er það haldið í tengslum við sýninguna Lífsfletir sem er yfirlitssýningin á verkum Ásgerðar Búadóttur. Viðburðinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með málþinginu hérna.

 

Ásgerður Búadóttir var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi.

Á sýningunni er verkum Ásgerðar, sem spanna allan hennar starfsferil, gerð ítarleg skil og eru þau allt frá fígúratífum skissum og minni verkum frá námsárunum til stærri, óhlutbundinna verka sem teljast til lykilverka listamannsins. Ásgerður var brautryðjandi á sviði listvefnaðar á Íslandi og í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar.

Verkið Vúlkan vann Ásgerður árið 1986.

Þátttakendur málþingsins munu varpa ljósi á notkun textíls í myndlist á Íslandi og þróun hans í áranna rás, áhrifavalda og þann kraft sem varð til meðal textíllistakvenna á áttunda áratug síðustu aldar m.a. með stofnun Textílfélagsins. Málþinginu mun ljúka með umræðum.

Þátttakendurnir eru:
Aldís Arnardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri
Mun hún segja frá tilurð sýningarinnar Lífsfletir og auk þess fara yfir ævi og lífsverk Ásgerðar.

Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistamaður, kennari og sérfræðingur á sviði vefnaðar hjá Textílmiðstöð Íslands og mun hún meðal annars segja frá vefnaðaraðferðum sem Ásgerður notaði og fjalla um þær í sögulegu samhengi.

Þorbjörg Þórðardóttir, textíllitamaður mun segja frá ferli sínum og annarra textílkvenna. Einnig mun hún fjalla um það starfsumhverfi sem listakonur sem unnu í textíl bjuggu við og þær breytingar sem urðu í kjölfar stofnunar Textílfélagsins, en bæði Þorbjörg og Ásgerður Búadóttir koma að stofnun félagsins.mynd

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -