Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Lampi sem tekur hugann til Parísar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Sempé er franskur hönnuður, búsett í París þar sem hún jafnframt starfar. Hún útskrifaðist frá Ecole Nationale Superieure de Création Industrielle (ENSCI) í París árið 1993 og hlaut jafnframt skólastyrk til áframhaldandi náms við Villa Medici, Académie de France in Rome. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, meðal annars Red Dot hönnunarverðlaunin árið 2007.

 

Í sumar hóf danski hönnunarrisinn HAY sölu á nýjum lömpum sem Inga hannaði en lamparnir eru verðugur fulltrúi samtímahönnunar ásamt því að vera með ljóðræna skírskotun.

Lampinn minnir á litríkar regnhlífar Parísarborgar.

Lamparnir minna um margt á litríkar regnhlífar sem skjóta gjarnan upp kollinum á götum Parísarborgar þegar rignir.

Mynd/ HAY

Lampinn sjálfur er gerður úr brassi með mattri áferð en skermurinn er úr plíseruðu bómullarefni. Skermarnir eru fáanlegir í sex mismunandi litum og koma lamparnir einnig í tveimur mismunandi stærðum. Lýsingin er sérstaklega notaleg en ljósdeyfir er á lampanum.

Birtan er sérlega notaleg en ljósdeyfir er á lampanum.

Okkur á Húsum og híbýlum finnst lampinn sérlega skemmtilegur og tekur hann hugann beint til Parísar.

Epal er söluaðili HAY á Íslandi og hægt er að sérpanta lampana hjá þeim. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -