Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, og Kristján Sigurðsson hafa ákveðið að selja heimili sitt í Mosfellsbænum. Berglind hefur á undanförnum áratug verið ein besta knattspyrnukona landsins og algjör markadrottning.
Þá hefur hún spilað 72 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim leikjum 12 mörk. Hún skipti nýlega úr Val yfir í Breiðablik eftir að forráðamenn Vals létu Berglindi vita í símtali að samningi hennar væri rift.
Um er að ræða bjarga og mjög fallega þriggja herbergja íbúð á 2.hæð, ásamt bílastæði í lokaðri bílageymslu við Vefarastræti 10 í Mosfellsbæ. Skráð stærð hennar er 85,7 m2. Búið er að leggja rafmagn að stæðum fyrir hleðslustöð. Íbúðin er með glæsilegum innréttingum og innfelld lýsing hönnuð af Lúmex. Frábær staðsetning rétt við grunn- og leikskóla, Helgafellsskóla og heillandi gönguleiðir.